SÍBS blaðið - 01.06.2024, Qupperneq 10
10
SÍBS-blaðið
Örn Smári
Graphic Design
OrnSmari.is
+354 863 8765
FIT 20 ára logo
Janúar 2023
PANTONE 116 C
C20 K60
#FFCB06
PANTONE 186 C
M100 Y80 K10
#C42029
Stærsti hluti frúktósa berst til lifrarinnar þar sem niður-
brot hans fer fram. Niðurbrot sem svipar mjög til niðurbrots
áfengis. Hluta frúktósans er breytt í glúkósa sem má nota
sem orkugjafa en restin af niðurbrotinu leiðir af sér þvagsýru,
hækkun á kólesteróli og fitusöfnun í lifrinni. Það er mjög lítið
svigrúm til að geyma fitu í lifrinni og þegar hún fer yfir mörkin
fara ýmsir mikilvægir ferlar í efnaskiptum líkamans að starfa
óeðlilega og ýta undir svokallaða efnaskiptavillu, sem er
ástand þar sem fituvefurinn er líka farinn að starfa óeðlilega.
Þetta ástand ýtir undir fitusöfnun og erfiðar þyngdarstjórnun.
Það eru þekkt yfir 300 nöfn á sykri í matvælum sem
mörg hver eru fólki ekki kunn sem sykur. Í nánast alla
sykraða gosdrykki og mikið af gjörunnum matvælum er notað
maíssýróp sem kallast high fructose corn syrup (HFCS). Það
hefur hærra hlutfall frúktósa en hvítur sykur. Agave sýróp
er 90 prósent frúktósi og hunang er með svipað hlutfall og
hvítur sykur. Þetta er mikilvægt að þekkja og kynna sér vel
hvernig lesa á innihaldslýsingar matvæla.
Sætuefni
Sætuefni hafa rutt sér til rúms undir ýmsum nöfnum og má
finna þau í mjög miklum fjölda matvæla í dag. Oftar en ekki
eru sætuefni í vörum sem bera heilsufullyrðingar á borð við
„enginn viðbættur sykur“, „engar hitaeiningar“ og í heilsu-
vörum eins og próteindufti, próteinstöngum og fleira. Eins eru
sætuefni ráðandi í gosdrykkjum í dag.
Mikil neysla á sætuefnum hefur verið tengd við röskun á
þarmaflóru, auknar líkur á aukinni líkamsþyngd og sum þeirra
jafnvel talin geta aukið líkur á ákveðnum krabbameinum.
Mikilvægust má þó telja áhrif þeirra á neysluhegðun.
Oft er það þannig að fólk reynir að neyta mjög sætra mat-
væla í hófi og hafa þau á tyllidögum eða spari. Sala matvæla
með sætuefnum spilar inn á þetta. Með fullyrðingum eins og
“enginn viðbættur sykur” eða “engar hitaeiningar” er verið að
telja neytandanum trú um að þú getir fengið allt góða sæta
bragðið án slæmu áhrifanna. Eins konar svindlmiða. Þar með
minnka hömlur á neyslu þeirra og slíkra matvæla því jafnvel
neytt oft á dag. En þú platar ekki heilann.
Ef það kemur sætt bragð á tunguna þá undirbýr líkaminn
sig fyrir sykurinn sem er að koma. Þegar enginn sykur kemur
þá situr líkaminn uppi með hormónið insúlín sem var búið að
gera klárt og dæmið snýst við. Nartþörf eykst því í kjölfarið til
þess að reyna sækja þessi kolvetni sem aldrei komu. Einnig
hefur verið sýnt fram á að sætuefni hækka í raun blóðsykur
að einhverju leyti og þessi áhrif sætuefna hafa áhrif á stýr-
ingu svengdar og seddu og hafa áhrif á blóðsykurssveiflur.
Umhverfi
Breyttar neysluvenjur eða normalisering spilar stórt hlutverk
í því að þyngdarstjórnun getur verið erfið í nútíma samfélagi.
Það er mikið breytt hvað þykir eðlilegt að borða skyndibita
oft í viku, eða hversu oft á að neyta sælgætis eða gosdrykkja.
Fara í ísbúðina. Hvað má koma með í skólann eða hversu oft
er sparinesti? Hvað er kósíkvöld án eðlu, bragðarefs og fullt
af nammi?
Félagslegir þættir.
Það skiptir miklu máli fyrir börn hvað bekkjarfélagar koma
með í nesti. Hvað mega aðrir? Hvað er í tísku? Auglýsingar
sem beinast að börnum og ungmennum í sjónvarpi og á sam-
félagsmiðlum. Nýlegt dæmi sem margir muna líklega eftir er
drykkurinn Prime.
Menningarlegir þættir.
Ömmur og afar og fleiri vilja gjarnan sýna umhyggju sína til
barnabarnanna með því að gefa þeim sælgæti, ís og eitthvað
sætt.
Ef einhver sem við þekkjum lendir í veikindum þá er mjög
líklegt að við færum honum konfekt eða eitthvað annað góm-
sætt.
Ef mikið er að gera í vinnu eða samstarfsfélagar ætla að
gera sér dagamun þá er komið með kökur eða sælgæti.
Veltið fyrir ykkur næst þegar þið farið í sund, sækið barn
í íþróttir eða farið á skíði hvers konar matur er í boði þar.
Yfirleitt er um að ræða sælgæti, ís, próteinstangir, franskar,
kleinuhringi og annað slíkt.
Opnunartímar.
Aðgengi að skyndibita og óhollum mat er mikið. Margar mat-
vöruverslanir, bensínstöðvar og aðrir sölustaðir hafa opið
allan sólarhringinn. Vissulega getur það verið þægilegt en
það hefur áhrif á neysluhegðun og rannsóknir sýna að stærsti
hluti óhóflegrar neyslu og neyslu á óhollum matvælum fer
fram á kvöldin.
Hormónabreytandi efni
Það eru líklega um 80.000 tilbúin efni í umhverfi okkar í dag
sem geta haft áhrif á hvatberana og lífeðlisfræði líkamans.
Þetta eru efni í snyrtivörum, matvælum, plastefnum, pizza-
kössum, eldhúsáhöldum og svo mætti lengi telja.
Mörg þessara efna hafa áhrif á hormónastarfsemi
líkamans og mörg slík efni hafa verið tengd beint við það geta
aukið líkur á offitu. Þessi efni eru kölluð sameiginlega efna-
skiptaraskandi efni (e. endocrine disrupters).
Það eru líka rannsóknir sem sýna fram á að útsetning
fósturs fyrir slíkum efnum í móðurkviði hefur áhrif á svokall-
aðar utangenaerfðir (e.epigenetics) og getur haft áhrif á líkur
á offitu og efnaskiptaheilsu á fullorðinsárum.
Langvarandi streita
Langvarandi álag eða streita er nokkuð sem mjög margir
glíma við í samfélagi nútímans. Það er efni í aðra grein en sem
dæmi um ástæður má nefna óskýr skil á milli vinnu og einka-
lífs vegna tölvuvinnu heima, tölvupóstforrita í snjallsímum,
samfélagsmiðla og svo hraðann í samfélaginu almennt.
Streituhormónið okkar kortisól er lífsnauðsynlegt og
þegar það hækkar tímabundið í kjölfar skammvinnrar streitu
eða álags þá hefur það jákvæð áhrif á heilsu okkar. Þessu er
öfugt farið ef streita er langvinn.
Álag til langs tíma hefur áhrif á þyngdarstjórnun á marga
vegu. Ef streituhormónið kortisól er viðvarandi hækkað þá
hefur það bein áhrif á þyngdarstjórnunarstöðina í heilanum á
þann hátt að við sækjum frekar í sætan, hitaeiningaríkan mat.