SÍBS blaðið - 01.06.2024, Qupperneq 15

SÍBS blaðið - 01.06.2024, Qupperneq 15
15 2. tbl. 2024 enn þá með saumana og á sterkum verkjalyfjum og í stöðunni var bara að senda mann aftur heim til Íslands tveimur dögum seinna. Það var í rauninni galið að fara einn í gegnum þetta þannig. Af hverju eru þessar aðgerðir ekki framkvæmdar á Íslandi? Af hverju getur Klíníkin ekki annast þetta? Af hverju er verið að flytja fólk til Svíþjóðar þegar við höfum skurðstofur og lækna og hjúkrunarfólk sem getur alveg klárað þetta. Hjörtur talar um það sjálfur. Hann gæti alveg komið hingað og hreinsað biðlistann upp á stuttum tíma. Af hverju er þetta bara ekki gert?“ Fordómar og skilningsleysi Hvernig hefur lífið verið eftir hjáveituaðgerðina? „Ég hef verið spurður hvort ég sjái ekki eftir að hafa farið í þessa aðgerð. En það geri ég aldeilis ekki og hefði helst viljað hafa farið í hana miklu fyrr. Ég tel mig hafa verið heppinn að hafa áttað mig snemma á því að ég þyrfti að gera breytingar á lífsstíl mínum. Hefði ég ekki gert það hefði ég mjög örugglega orðið að svakalegu vandamáli, bæði fyrir mig og samfélagið. Já, líklega væri ég bara ekki hér ... Við skulum átta okkur á því að við erum að glíma við rosalega fordóma hér á Íslandi gagnvart offitu og fólki með þennan sjúkdóm. Eins og ég segi þá hefði ég aldrei trúað því fyrr en ég kynntist fólkinu í SFO og fór að ræða um þessi mál við þau. Nálgunin hjá svo stórum hópi fólks virðist því miður einkennast af skilningsleysi og fordómum, jafnvel hjá sumum læknum og hjúkrunarfólki inni á spítölunum. Það vantar skilning á því að hjá svo mörgum að offita er sjúkdómur. Það er ekkert hægt að fussa og sveia og segja fólki bara að borða minna og hreyfa sig meira. Fyrir þá sem eiga við offitusjúkdóm að stríða duga þessi ráð ansi skammt, líka börn. Líkt og víða erlendis er offita barna hér á landi mjög alvarlegt vandamál og það fer bara vaxandi. Við höfum þó lækna sem vinna frábæra vinnu með offitu barna, en þeir verða að fá meiri stuðning frá yfirvöldum. Það væri alveg æðislegt ef allt of feitt fólk gæti farið út að hlaupa og þá myndi allt bara lagast. Það er ekki svoleiðis. Þegar offitan er orðin sjúkdómur þá er hún orðin langvinnur sjúkdómur og þá verður að meðhöndla hann sem slíkan. Það versta við þetta er þó kannski pólitíkin hér á Íslandi sem er svo sveiflukennd og ófyrirsjáanleg þegar hugsa þarf til lengri tíma. Mál komast í kastljósið, rokið er upp til handa og fóta, öllu fögru lofað, en svo er málið sett í nefnd þar sem fólk á fínum launum hittist öðru hvoru, kallar til sín sérfræðinga og loks er skrifuð skýrsla þar sem útlistaðar eru einhverjar leiðir til úrbóta. En svo endar skýrslan bara ofan í skúffu í einhverju ráðuneytinu og ekkert gerist. Og tíminn líður. En við sem þurfum að fá þessa þjónustu höfum ekki endalausan tíma. Það er fólk að deyja úr offitu hér á landi, fólk er að fá hjartaáfall vegna offitu, fólk er að verða öryrkjar vegna offitu, börn með offitu verða fyrir ofboðslegu einelti í skólunum og þannig mætti lengi telja allan skaðann sem verður á svo mörgum stöðum á meðan ekkert gerist. Ég er hræddur um að ef yfirvöld og við öll sem samfélag förum ekki að horfast í augu við staðreyndirnar og takast af alvöru á við offitusjúk- dóminn, þá munum við ekki ná neinum árangri. Við munum hjakka áfram í sama farinu ... og vandamálið mun bara verða verra og verra.“ Fjölskyldumaðurinn með börnum og eiginkonu: Fv. Sveinn Rúnar, Helga Kristín, Thelma Guðrún Jónsdóttir og Sólveig Rún. Fulltrúi SFO á málþingi Evrópsku samtakanna um offituvandann.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.