SÍBS blaðið - 01.06.2024, Síða 17

SÍBS blaðið - 01.06.2024, Síða 17
17 2. tbl. 2024 Samantekt Fitufordómar auka streitu og skömm hjá einstaklingum sem lifa með offitu. Staðreyndin er að offita er að aukast hér á landi sem og úti í heimi. Meðferð fyrir einstaklinga með offitu er mjög ábótavant. Það vantar meiri fræðslu, betri úrræði. Nálgumst efnið af virðingu og styðjum einstaklinginn þar sem hann er staddur, ekki gera ráð fyrir að þó svo að einstaklingur sé með offitu að hann lifi á skyndibita og hreyfi sig ekki. Það má ekki snúast um heppni að hitta á „réttan“ heilbrigðisstarfsmann til að fá virðingu sem allir eiga skilið óháð holdafari. Það eiga allir að hafa möguleika á að sækja sér meðferð óski þeir þess. Ein- staklingar sem lifa með offitu verða að eiga rödd innan kerfisins og fá að taka þátt í þeim breytingum sem eiga að verða. Heimildalisti fylgir textanum í greinasafni SÍBS á sibs.is. tjá sig í öruggu umhverfi og fá stuðning. Benda fjölmiðlum á að nota myndefni og orðalag við hæfi. Hvernig er hægt að minnka fitufordóma? Mæta þarf öllum einstaklingum óháð holdafari af virðingu. Auka þarf fræðslu heilbrigðisstarfsfólks í námi þeirra og starfi. Hlusta á raddir þeirra sem eru útsettir fyrir fitufor- dómum. Hvetja og ítreka við fjölmiðla að vanda sig við orða- lag og myndbirtingu. Einnig fræðsla til almennings og efla þarf forvarnarstarf, því góð næring og hreyfing er holl fyrir alla. Fræðsla um lýðheilsu á erindi til allra en á ekki snúa að ákveðnum hópi. Það er hægt að efla heilbrigði allra án þess að vera með fordóma. Sj ómannaheilsa

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.