SÍBS blaðið - 01.06.2024, Blaðsíða 20
20
SÍBS-blaðiðGrein
Offita er í dag skilgreind sem langvinnur efnaskiptasjúk-
dómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO). Líkams-
þyngdarstuðull gefur vísbendingar um hvort offita sé til
staðar (miðað er við LÞS>30) en segir þó ekki alla söguna.
Hann tekur ekki tillit til vöðvamassa, gefur ekki upplýsingar
um samsetningu á mismunandi vefjum líkamans eða segir
til um heilbrigði fituvefsins. Ef fituvefurinn er óheilbrigður
sem hefur áhrif á efnaskipti, hormónaframleiðslu og bólgu-
ferla gefur það vísbendingu um að sjúkdómurinn offita sé til
staðar. Þá verður truflun á birgðastjórnunarkerfi líkamans,
starfsemi fitufrumanna hefur raskast og þörf er á sértækri og
heildrænni meðferð.
Hvort sem um er að ræða sjúkdóminn offitu eða ekki að
þá eru heilbrigðar lífsvenjur mikilvægar til að koma betra
jafnvægi á efnaskipta- og þyngdarstjórnunarkerfi líkamans.
Mismunandi heilsufarslegir þættir mynda eina heild og þegar
einn þáttur er í ójafnvægi getur það haft áhrif á aðra þætti.
Heildræn nálgun skiptir því miklu máli og er góð fjárfesting
fyrir heilsuna okkar. Góðar og heilbrigðar venjur í daglegri
rútínu, venjur sem við getum hugsað okkur til frambúðar
eru árangursríkastar til lengri tíma. Heilbrigðar lífsvenjur fela
meðal annars í sér nægan svefn, góðar fæðuvenjur, reglulega
og skemmtilega hreyfingu, félagslega virkni, streitustjórnun
og síðast en ekki síst að hlúð sé að andlegri heilsu. Grunn-
Heildræn nálgun á
offitumeðferðir
Frá Efnaskipta- og offitusviði Reykjalundar
Starfsfólk sviðsins f.v: Arnar Már Ármannsson sjúkraþjálfari, Guðlaugur Birgisson sjúkraþjálfari, Rakel María Oddsdóttir félagsráðgjafi, Magnína Magnúsdóttir
ritari, Guðrún Jóna Bragadóttir næringarfræðingur, Helma Rut Einarsdóttir sálfræðingur, Olga Björk Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hildur Thors læknir
og Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir læknir. Aftari röð fv. Jórunn Edda Óskarsdóttir sálfræðingur, Karen Björg Gunnarsdóttir iðjuþjálfi og Helga Guðrún Friðþjófs-
dóttir næringarfræðingur. Aftast Hjalti Kristjánsson heilsuþjálfari og Þóra Birna Pétursdóttir sem er hætt hjá teyminu.