Víkurfréttir - 06.03.2024, Blaðsíða 8
„Við höfum þurft að henda miklu magni af matvælum, það er alltaf
leiðinlegt,“ segir Sigurður Garðar Steinþórsson eða Siggi skáti eins
og hann er betur þekktur í Grindavík. Hann á og rekur fyrirtækið
Víking sjávarfang ásamt fjölskyldu sinni en fyrirtækið framleiðir til-
búna fisk- og grænmetisrétti. Vinnsluhúsnæðið skemmdist lítillega í
hamförunum 10. nóvember en skemmdirnar urðu fleiri og alvarlegri
og á endanum var húsnæðið dæmt ónýtt og ekkert annað að gera hjá
Sigga og fjölskyldu en að flytja sig og starfsemina. Þau stefna á að
hefja rekstur í Reykjanesbæ í mars.
Það hefur gengið illa að halda
starfseminni gangandi síðan ham-
farirnar áttu sér stað 10. nóvember
en þann dag kom Siggi til landsins
frá Spáni, þar sem hann á annað
heimili. „Ég lenti um fimmleytið
10. nóvember og var sóttur upp á
flugvöll af konu sem vinnur hjá
mér. Hún býr á Ásbrú og var flúin
heiman frá sér, eitthvað hefur því
gengið á í Grindavík! Við fórum
þangað og ég fór strax í vinnuna,
var að fara undirbúa framleiðslu
daginn eftir en svo hringdi Anna
konan mín í mig og sagði mér að
drífa mig í burtu eins og allir voru
að gera. Ég tók lítilræði með mér
og ætlaði að snúa til baka daginn
eftir en ég fékk ekki að snúa til
baka fyrr en þremur vikum seinna.
Ég var ósáttur við að enginn skyldi
geta farið inn í fyrirtækið og
slegið inn rafmagninu, ég sá að
það var orðið rafmagnslaust. Það
skemmdist því mikið af vörum
þá en ég bind ennþá vonir við að
fá það bætt að einhverju leyti.
Aðilar frá Náttúruhamfaratrygg-
ingum komu eftir þrjár vikur og
skoðuðu húsnæðið sem hafði lítil-
lega skemmst. Ég fékk að laga það
sjálfur svo ég gæti hafið vinnslu
aftur. Við vorum komin af stað í
byrjun desember, gátum framleitt
í tæpar tvær vikur en svo fórum við
aftur til Spánar 16. desember, frí
sem var löngu ákveðið.“
Leik lokið í Grindavík - í bili
Húsnæði Viking sjávarfangs
er í sigdalnum austan megin í
Grindavík og þótt Sigurður hafi
náð að laga þær skemmdir sem
urðu 10. nóvember, ágerðust þær
jafnt og þétt og fyrir áramót var
húsnæðið dæmt ónýtt af Nátt-
úruhamfaratryggingum Íslands.
Sigurður ætlaði sér samt að halda
vinnslu áfram á meðan það var í
boði en við eldgosið 14. janúar og
meiri aflögun varð í Grindavík, er
ljóst að ekki verða fleiri fiski- eða
grænmetisbollur steiktar í húsa-
kynnum fyrirtækisins í Grindavík.
„Ég kom frá Spáni 9. janúar
og við hófum framleiðslu daginn
eftir, gátum framleitt í þrjá daga
en sáum þá að skólpið var ekki
að virka og þá komu í ljós frekari
skemmdir og eftir það höfum við
ekkert getað unnið. Við geymdum
vörurnar í frystinum en svo byrjaði
að gjósa 15. janúar og við fengum
ekki að fara inn til að sækja þær.
Því erum við að henda miklu magni
af matvælum og það er alltaf leiðin-
legt. Það er ljóst að við munum
ekki vinna meira í Grindavík í bili
en ég er kominn með augastað á
húsnæði í Reykjanesbæ og vonast
til að geta hafið framleiðslu aftur
í mars. Við höfum verið að fram-
leiða um 30 tonn af grænmetis- og
fiskréttum á ári, mest fyrir Danól
og eins fer mikið frá okkur til
Skólamatar. Reyndar töluðu þau
hjá Skólamat um að kaupa meira
af okkur en það hefur ekki gengið
eftir en ég vona þau taki við sér og
kaupi meira af okkur. Ég vil meina
að við séum að framleiða hollan
og góðan mat, við setjum engar
mjólkurvörur, egg, hveiti eða rot-
varnarnefni í matarskammtana
okkar. Þetta er búið að vera barn-
ingur að undanförnu en það er gott
að fá skýrar línur í þetta, nú er bara
að finna húsnæði, koma tækjum og
tólum fyrir og hefja framleiðslu á
fullu,“ sagði Siggi að lokum.
Flytja matvælaframleiðsluna
til Reykjanesbæjar
n Víking sjávarfang þurfti að henda mikið af matvælum eftir rafmagnsleysi
... Við geymdum vörurnar í frystinum
en svo byrjaði að gjósa 15. janúar og
við fengum ekki að fara inn til að sækja
þær. Því erum við að henda miklu magni
af matvælum og það er alltaf leiðinlegt.
Það er ljóst að við munum ekki vinna
meira í Grindavík í bili...
Siggi skáti við pönnuna. Hann var í viðtali
í Suðurnesjamagasíni fyrir tveimur
árum síðan. Þá var nóg að gera.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Á þessum myndum má sjá hluta
þeirra matvæla sem eyðilögðust
og þurfti að henda.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Keilir
miðstöð vísinda, fræða og atvinnu-
lífs hafa gert samkomulag um að
þeir fyrrnefndu taki að sér rekstur
tveggja námsbrauta sem byggðar
voru upp og eru í rekstri hjá Keili.
Brautirnar eru einka- og styrktar-
þjálfaranám og stúdentsbraut í
tölvuleikjagerð. Stefnt er að yfir-
færslu þriðju brautarinnar, fótaað-
gerðafræði um áramót. Keilir heldur
í kjölfarið áfram vegferð sinni til
þess að kjarna starfsemina eftir
róstursama tíma í rekstri. Fjórtán
starfsmenn Keilis fá uppsögn.
Nemendur fyrrnefndra brauta
ljúka vorönn á námsbrautunum í
Keili, en þeir nemendur sem stefna
að því að ljúka námi í einka- og
styrktarþjálfaranámi eða stúdents-
braut í tölvuleikjagerð á haustönn
eða síðar verður boðin námsvist í FS
og fá að ljúka þar námi á þeim for-
sendum sem lagt var upp með frá
upphafi námsins. Jafnframt mun
FS sinna kynningum og innritun ný-
nema á þessar tilteknu brautir fyrir
komandi skólavetur 2024-2025.
Breytingin hefur engin áhrif á nem-
endur í Háskólabrú, fótaaðgerða-
fræði, stökum áföngum í fjarnámi
eða annarra námskeiða hjá Keili.
Keilir átti frumkvæði að sam-
talinu við FS, en samstæðan hefur
í áraraðir glímt við fjárhagslegar
áskoranir. Fýsileikakönnun Mennta-
og barnamálaráðuneytisins árið
2023 ýtti undir hugmyndir stjórnar
Keilis þess efnis að finna nokkrum
námsbrauta skólans betri sam-
legð með hag nemenda að leiðar-
ljósi. Hugmyndirnar snúa að því
að tryggja brautunum farveg og
efla þær enn frekar, en á sama tíma
styrkja stoðir Keilis m.a. með því að
kjarna námsframboð og stokka upp
í skipuriti skólans.
„,Það skiptir miklu máli fyrir
okkur að námsframboð fyrir nem-
endur á Suðurnesjum skerðist ekki.
Ég tel að þessar brautir sem um
ræðir falli vel að því námi sem fyrir
er hjá okkur og að okkur takist að
efla þær enn frekar. Þannig getur
tölvuleikjabrautin fallið vel að
tölvufræðibraut skólans og einka-
og styrktarþjálfunin verið góð viðbót
við íþrótta- og lýðheilsubrautina.
Skólinn hefur verið að efla og auka
starfsnám og því verður skoðað
og stefnt að yfirfærslu starfsnáms
í fótaaðgerðafræði um áramótin.
Grunnur þess náms er sambæri-
legur og grunnur sjúkraliðanáms
sem skólinn er með,“ segir Kristján
Ásmundsson, skólameistari FS.
Nanna Kristjana Traustadóttir,
framkvæmdastjóri Keilis segir erfitt
að þurfa að kveðja starfsfólk. „Það
er trú mín að FS hafi alla burði til
þess að efla námsbrautirnar enn
frekar og afar mikilvæg niðurstaða
að námsframboð fyrir íbúa Suður-
nesja sé óskert. Jafnframt tel ég allar
líkur á að starfsemi brautanna komi
með góðan innblástur inn í FS, enda
urðu þær til í umhverfi nýsköpunar-
hugsunar og nútímalegrar nálgunar
í námi.
Keilir er á tímamótum í kjölfar
þrotlausrar vinnu síðustu ára við
það að vinda ofan af óhagstæðum
samningum og afar fjölbreyttum
krefjandi rekstrareiningum. Nú er
tækifæri fyrir Keili til þess að styrkja
stoðirnar í kringum Háskólabrú,
sem hefur frá upphafi verið hryggj-
arstykki skólans og fjölsóttasta að-
faranám á Íslandi.“
Fjölbraut tekur við hluta rekstrar
Keilis - fjórtán sagt upp
Aðalfundur
Samkaupa hf.
Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til
aðalfundar félagsins fyrir rekstrarárið 2023.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn
13. mars 2024 kl. 15:00 á skrifstofu félagsins
að Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ.
Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf
samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins.
8 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM