Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2024, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 06.03.2024, Blaðsíða 10
Þá er það ákveðið. Þeir sem ráða ríkjum í Reykjanesbæ ætla að láta rokkið víkja fyrir bókunum. Við getum greinilega ekki bæði lesið og verið í rokkinu. Mér hefur að vísu tekist það í rúm 50 ár og verið ötull notandi bókasafnsins, tónlistarskólans og síðan Hljómahallar í öllum sínum myndum. Fyrir rúmu ári tjáði ég mig opinberlega um hina ýmsu kosti sem sambúð tónlistarskólans, safnsins og Stapans í Hljómahöll hefur og fann ýmislegt að þeirri hugmynd að bókasafn myndi taka yfir partýið. En meirihlutinn var ákveðinn í að kanna kosti þess að flytja bókasafnið inn í Hljómahöllina og stofnaður var starfshópur um verkefnið. Fljótlega kom í ljós að þeir sem vildu skoða aðra mögu- leika eða fundu eitt- hvað að hugmyndinni áttu ekkert erindi inn í þennan starfshóp og ekki skyldi hlustað á úrtöluraddir. Ég bauð fram mína krafta í þessari valkostagreiningu þar sem ég hef sérþekkingu í málaflokknum og vinn að þarfa- greiningu á húsakosti fyrir nokkur helstu opinberu söfnin. Það var ekki talið æskilegt að ég kæmi ná- lægt þessu vegna þess að ég væri á móti hugmyndinni. Meirihlutinn ætlaði að keyra þetta í gegn. Það sem er athyglisvert í þessu er að ráðinn var „sérfræðingur að sunnan“ til að vinna greinargerð á þremur valkostum, þ.e. óbreytt ástand, flutning bókasafns í Hljómahöll og síðan nýbygging. Út úr þeirri greiningu var engin klár niðurstaða önnur en að ný bygging kæmi best út en væri dýrasti val- kostur og tæki tíma. Hinir tveir valkostirnir voru heldur ekkert sérstakir og fundu allir tengdir aðilar ýmislegt að hugmyndinni. Lagði sérfræðingurinn til að áður en lengra væri haldið væri rétt að ræða við bæjarbúa um þessar hug- myndir. Það smellpassar líka við það upplegg sem kynnt var fyrir kosningar um íbúalýðræði og leita skyldi til bæjarbúa um mikilvæg málefni. En bara ekki þegar meiri- hlutinn vill gera það sem honum sýnist. Ekki var þetta borið undir nokkurn bæjarbúa og alls ekki þá sem hugsanlega gætu verið mótfallnir. Í kjölfar greinargerðar var lítið unnið í starfshópnum en arkitektar kallaðir til að teikna og reikna hvernig hægt væri að troða bók- unum upp í rassgatið á rokkinu. Nú liggur fyrir greinargerð sem forseti bæjarstjórnar hefur unnið og lagt fram og fengið samþykkta í bæjarráði. Í þeirri greinargerð er sem mest lagt upp úr því að gera lítið úr efasemdarröddum um flutninginn og mörgum orðum eytt í að dásama hugmyndina. Þarna er málið skoðað með fullkominni rörsýni. Engir aðrir möguleikar eru skoðaðir í stöðunni. Hérna eru nokkrar hugmyndir: Bókasafnið fái inni í Íþrótta- akademíunni. Húsið er með takmarkaða nýtingu og býður fimleikunum heldur ekki upp á kjöraðstæður. Rými er nægt fyrir bókasafnið. Fyrirlestra- salur er frábær og aðrir salir eru bjartir og rúmgóðir. Bókasafnið verði fléttað inn í Myllubakkaskóla þar sem framkvæmdir standa nú yfir. Bókasafnið væri þá aftur komið á upphafsreit en þegar ég var að alast upp fór ég upp á efri hæðina í íþróttahúsi skólans til að ná í bækur. Byggt verði menningarhús á HF reitnum svokallaða. Svarta pakkhúsið má víkja og byggja má upp menn- ingarstarfsemi á þessum reit í kringum Fischershúsið. Þarna gæti verið bókasafn og aðstaða fyrir aðra menningarhópa ásamt kaffihúsi og miklu lífi. Í tíð núverandi meirihluta hefur smátt og smátt verið dregið úr menningarlífinu í bænum og sem dæmi þá er verið að setja svipaða upphæð í menningarstyrki til einstaklinga og félaga og fyrir 10 árum. Á sama tíma hefur íbúum hér fjölgað einna mest á Íslandi og hefði því verið full þörf á að efla menningarstarfið. Það verður líka að vera gaman. Eflaust eru fleiri möguleikar í stöðunni en þeir voru bara ekkert skoðaðir. Rörsýnin gekk bara út að meta kostina við að setja bóka- safnið í Hljómahöllina. Ekkert annað! Þegar fleiri möguleikar eru ekki settir á borðið þá er náttúru- lega auðvelt að velja. En niðurstaðan er ekkert að vekja mikla kátínu hjá þeim sem málið snertir. Bókasafnið er ekki að fá húsnæði sem safnstjóri óskar eftir, þrengt er að tónlistarskól- anum, möguleikar til viðburða- halds í Hljómahöll verða takmark- aðri og Rokksafnið verður lagt af. Hvernig í ósköpunum fær meiri- hlutinn út að þetta sé að skila sér í auknu menningarstarfi? Baldur Þ. Guðmundsson, sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldinn föstudaginn 15. mars 2024. kl. 14.00 á Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, Reykjanesbæ. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn FEBS Það hefur hver sinn djöful að draga og er ég engin undantekning á því. Ég til dæmis þoli illa eftirspeki, hvað þá málflutning eftirspekinga. En nú er gósentíð eftirspekinnar og margir vildu Lilju kveðið hafa í mörgum málum. Fyrstu hugmyndir að Suðurnesjalínu 2, komu fram í stjórn HS Orku undir lok síðustu aldar. Lengst af þeim tíma hefur vantað upp á samstöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum að standa saman vörð um framkvæmdina. Þar var ekki aðeins sveitarfélagið Vogar sem stóð í vegi fyrir framkvæmdinni. Á síðasta ári gáfu Voga- menn út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu línunnar. Það var farsæl niðurstaða sem ég fagnaði mjög eftir of langa bið. Í M o r g u n b l a ð i n u fimmtudag 29. febrúar sl. var grein eftir, Anton Guðmundsson, fulltrúa Framsóknarflokksins og formanns bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Grein Antons ber yfirskriftina „ O r k u i n n v i ð u m á Suðurnesjum ógnað.“ Greinahöfundur fjallar þar m.a. um Suðurnesjalínu 2., og þar mátti lesa úr bókun stjórnar SSS. „Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax. Um gríðarlega mikil- væga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnesin í heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um fram- kvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutnings- getu raforkukerfisins milli höfuð- borgarsvæðisins og Suðurnesja.“ Þrjú frumvörp Eftir að ég hafði setið á Alþingi í sjö ár sá ég enga aðra leið til að flýta fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 en að flytja lagafrumvarp sem veitti Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir línunni. Það var auðvitað sársaukafullt að þurfa að flytja lagafrumvarp sem tæki skipulags- vald af sveitarfélagi í einu máli. En þegar maður er í pólitík þarf líka að taka erfiðar ákvarðanir og vinna óvinsælu málin. Mín pólitík hefur snúist um að taka afstöðu og fylgja minni sannfæringu og það hefur oft kostað mig. Við undir- búning frumvarpsins fékk ég mörg skilaboð frá einstaklingum, póli- tískum samherjum og jafnvel fé- lögum. Þau gengu flest út á það að tilkynna mér að ég fengi ekki þeirra stuðning í næsta prófkjöri. Hótanir hafa ekki áhrif á ákvarðanir mínar nema síður sé, og ég naut stuðn- ings áfram. Ég lagði frumvarpið „Framkvæmdarleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2“ fram á þremur þingum. Fyrst 2. desember 2020, þá 8. desember 2021 og síðast 16. september 2022. Ég leitaði eftir stuðn- ingi þingmanna og óskaði eftir meðflutningi þeirra á málinu og við síðustu framlagningu voru eftir- taldir þingmenn flutn- ingsmenn. Undirritaður, Haraldur Benediktsson, Vi lhjálmur Árnason, Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Diljá Mist Einarsdóttir og Guðrún Haf- steinsdóttir. Allt þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Þau fjögur ár sem málið var fyrir Alþingi skorti á að mínu mati á almenna samstöðu opinberra aðila á Suðurnesjum og þingmanna, en hann var mikill frá almenningi. Þeir voru fáir sem vildu taka óvinsæla ákvörðun fyrir framfarir á Suðurnesjum og tryggja raforkuflutning sem frum- varpið fjallaði um. Nú ber svo við að þeir sem þögðu þunnu hljóði í gegnum umræðuna koma nú fram og segja okkur hvað málið er mikil- vægt og kalla eftir samstöðu. Eftir- spekingar fremstir í flokki og alls- konar Alibabar sem þakka sér að framkvæmdaleyfið er komið í höfn. En gott að við erum allir í sama liði fyrir rest og við sem vorum alltaf í liðinu bjóðum þá velkomna. Og greinahöfundur heldur áfram „Þetta þarf markviss samtöl alþingismanna, sveitarstjórnar- manna, sérfræðinga og embættis- manna til þess eins að veita mál- efnum sem snerta innviðaupp- byggingu á Suðurnesjum fram- gang í stjórnsýslu og stjórnsýslu- ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Orkuinnviðum á Suðurnesjum ógnað“ Hérna erum við Anton að tala saman og ég fagna samstöðunni, jafnvel þó seint sé. Það er mikil- vægt að ryðja úr vegi hindrunum fyrir uppbyggingu innviða á Suður- nesjum og vinna að þeim sem einn maður. Það getur kostað sársauka- fullar ákvarðanir, en þá reynir líka á menn. Slíka samstöðu hefur lengi skort á Suðurnesjum í okkar mikil- vægustu málum. En nú er sam- hljómur sem ætti að fleyta okkur langt. Ásmundur Friðriksson alþingismaður. Hvar var stuðningurinn við Suðurnesjalínu 2? Formanni bæjarráðs Suðurnesjabæjar svarað Reykjanesbær leggur rokkskóna á bókahilluna Hvað með unga fólkið ? Nú eru liðnir rúmlega 100 dagar frá rýmingu Grinda- víkurbæjar. Í rúma hundrað daga hafa Grindvíkingar lifað í mikilli óvissu um framtíð sína. Nýverið birti ríkisstjórn Íslands frumvarp sem kveður á um heimild fyrir ríkið til að kaupa fasteignir Grindvíkinga. Ríkið gerir ráð fyrir að kaupa fast- eignir á allt að 95% af bruna- bótamati fasteignarinnar, þ.e. taka yfir áhvílandi skuldir og greiða eigið fé að hámarki 95% brunabótamati. Brunabótamat út á landi er almennt hærra en á höfuðborgarsvæðinu og telur því ríkisstjórnin greiðslu byggða á brunabótamati koma sér ágætlega vel fyrir íbúa Grindavíkur. Það gerir það vissulega í ákveðnum tilvikum, hins vegar í alltof mörgum til- vikum gerir það ekki. Þá sér- staklega í tilviki fyrstu íbúðar- kaupenda. Fyrstu kaupendur koma virkilega illa út úr þessu. Fjölmörg dæmi eru uppi um að fyrstu kaupendur munu tapa öllu sínu eigið fé og komi í nokkurra milljóna króna mínus út við uppkaup ríkisins. Enda er brunabótamat þeirra íbúðar- eininga sem henta fyrstu kaup- endum í Grindavík hvað best, mun lægra en markaðsverð þessara eigna. Fyrstu kaupendur, sem eru í flestum tilvikum ungt fólk, fá rýmri heimildir en aðrir í fast- eignakaupum. Sem dæmi um slíkar heimildir: · Heimild til að taka lán fyrir allt að 85% af markaðsvirði fasteignar í stað 80% · 100% afsláttur af lántöku- gjöldum. · Hærra greiðslubyrðarhlutfall, þ.e. 40% í stað 35%. · Lægri stimpilgjöld, þ.e. 0,4% í stað 0,8%. · Heimild til að nýta viðbótar- lífeyrissparnað sinn skattfrjálst í útborgun á fasteign eða sem greiðslu inn á lán. Með kaupum ríkisins á eignum fyrstu íbúðarkaupenda missa þeir þessi úrræði sem áður bauðst þeim. Þar sem veðflutningur er ekki heimilaður eins og í hefð- bundnum fasteignaviðskiptum, þá neyðast fyrstu kaupendur til þess að taka ný lán með allt öðrum kjörum, þ.e. ef þeir hafa ekki misst allt sitt eigið fé við uppkaupin. Þessir einstaklingur munu ekki einungis þurfa sitja með sárt enni fyrir að hafa tapað eigið fé sínu, heldur þurfa þeir núna að fara leggja meira út í út- borgun, kaupa minni en dýrari fasteign og keppast við aðra kaup- endur sem eiga meira eigið fé um kaup á nýrri fasteign. Ásamt því að glata öllum þeim úrræðum sem nefnd voru hér að framan. Þá eru þó nokkrir fyrstu kaupa eigendur sem keyptu fasteignir nokkrum vikum eða dögum fyrir rýmingu 10. nóvember sl. og fengu fasteign sína aldrei afhenda vegna aðstæðnanna. Þessir aðilar missa nú öll úrræði þrátt fyrir að hafa aldrei fengið tækifæri á að búa í eigninni sinni og njóta þeirra úrræða sem þeim bauðst sem fyrstu íbúðarkaupendur. Vakna því spurningar hvað ríkisvaldið hefur í hyggju að gera fyrir ungt fólk í Grindavík þar sem núverandi frumvarp fjár- málaráðherra gerir fyrstu kaup- endur verr setta en aðra í bænum. Það er einlæg von Raddar unga fólksins í Grindavík að ríkisvaldið grípi þetta fólk til að forða því frá gjaldþroti. Sem yrði þá enn eitt áfallið sem lagt yrði á okkur Grindvíkinga. Ljóst er að áföllin eru ríkinu dýr og því mikilvægt að reyna koma í veg fyrir þau áföll sem við getum. Við stór áföll í gegnum tíðina höfum við staðið saman sem þjóð og er nú kominn tími á að ríkið standi með okkur unga fólkinu og sýni það í verki. Fyrir hönd Rödd unga fólksins, Helga Dís Jakobsdóttir Ragnheiður Eiríksdóttir Sævar Þór Birgisson 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.