Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2024, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 06.03.2024, Blaðsíða 18
GUÐBRANDUR EINARSSON fermdist árið 1972 í Keflavíkurkirkju en séra Björn Jónsson sá um athöfnina. Fermingarbarninu þótti veislan lítið spennandi og laumaði sér upp í hesthús, þar sem fermingargjöfin var reyndar geymd. Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna? Ætli það sé ekki fermingargjöfin sem ég hafði vitneskju um að biði mín. Af hverju léstu ferma þig? Kannski ekki einfalt svar við því. Maður fylgdi bara straumnum á þessum tíma enda létu allir ferma sig. Að eiga von á gjöfum skemmdi örugglega ekki fyrir. Hvernig var fermingarundirbún- ingurinn, presturinn og kirkjan? Fermingarundirbúningurinn var örugglega bara hefðbundinn, við mættum í kirkjuna og þuldum upp það sem við höfðum lært utan bókar s.s. eins og trúarjátninguna en við vorum hins vegar nokkrir í þessum hópi sem höfðum uppi ein- hverjar efasemdir um sköpunar- söguna, Adam og Evu og tilvist Guðs. Það var örugglega talsvert verkefni fyrir séra Björn að eiga við okkur og við létum segjast að lokum. Var haldin veisla og hvað er eftir- minnilegast úr henni? Já já það var haldinn þessi fína veisla en mér fannst hún ekkert voðalega spennandi, enda fór það svo að ég laumaði mér úr veislunni og upp í hesthús sem þá voru bara rétt hjá heimilinu mínu þar sem er verið byggja nýjan leikskóla og mörg fjölbýlishús og kallast nú Hlíðahverfi. Eru einhverjar fermingargjafir sem þú manst eftir? Já, ég fékk hest í fermingargjöf frá mömmu og pabba og þeirri gjöf gleymi ég aldrei. Peningarnir sem ég fékk einnig voru svo nýttir til að kaupa mér úrvals hnakk og þar með var ég orðinn fullgildur í samfélagi hestamanna sem áttu sín hesthús á þessu svæði. Margir þeirra eru mér minnistæðir enn þann dag í dag. Hestinn átti ég í einhver ár en hann var síðan seldur til þess að fjármagna kaup á raf- magnspíanói og sú della fylgir mér enn. Manstu eftir fermingarfötunum eða klippingunni? Það voru keypt fjólublá jakkaföt af þessu tilefni og toppurinn var síðan þverklipptur eins og örugg- lega var í tísku á þeim tíma. Ertu að fara í einhverjar ferm- ingarveislur? Ekki svo ég viti en þær hafa flest árin verið nokkrar. GUÐLAUG MARÍA LEWIS fermdist í Keflavíkurkirkju 8. apríl 1984 og á því 40 ára fermingarafmæli í vor. Prestur var Sr. Ólafur Oddur Jónsson. Fermingarfötin voru keypt í Fataval á Hafnargötunni og Helga Harðar sá um hárið. Hvað kemur fyrst upp í hugann? Hvað þetta var í raun stórt. Mikill undirbúningur og veisla og gjafir, allt fyrir mig. Þetta var alveg stór áfangi á leið inn í fullorðins- árin. Og svo bara góðar minningar um bekkjarsystkinin. Það var auð- vitað mikill spenningur í kirkjunni á sjálfan fermingardaginn og aðal áhyggjurnar voru þær að fara nú ekki að hlæja og gera sig að fífli. Af hverju léstu ferma þig? Það var aldrei nein spurning. Þetta var nánast jafn sjálfsagt eins og að fara upp um bekk. Í 8. bekk fermdist maður, þannig var þetta bara. Auk þess hafði ég verið í sunnudagaskólanum og alltaf haft mína barnatrú. Hvernig var fermingarundirbún- ingurinn, presturinn og kirkjan? Því miður verð ég að segja að ég varð fyrir dálitlum von- b r i g ð u m í fermingarund- irbúningnum. Ég hafði haft miklar vænt- ingar um að þ e t t a y r ð i gefandi og skemmtilegt en upplif- unin varð ekki alveg sú. Við vorum stórir hópar saman í fræðslunni og líklega hefur Ólafur Oddur, sá góði maður, átt fullt í fangi með okkur gelgjurnar og verið þeirri stund fegnastur þegar hann gat blessað okkur og kvatt. Ég man líka sér- staklega eftir því hvað við vorum undrandi þegar Ólafur Oddur til- kynnti okkur í einni fermingar- fræðslunni að við ættum að borga fyrir að fermast. Áttum við virki- lega að borga fyrir að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs okkar? Okkur hefur örugglega fundist að hann ætti bara að þakka fyrir að fá okkur til að taka þessa ákvörðun. Var haldin veisla? Já, það var haldin veisla heima sem var nú ekkert voða stór, lík- lega 30-40 manns. Við vorum tvær frænkurnar sem fermdust sama daginn og því var hádegismatur hjá mér og svo veisla seinnipartinn hjá henni. Eftirminnilegast er nú kannski bara matarundirbúning- urinn, allt var heimatilbúið og mig minnir að það hafi verið gerðar til- raunir með nýjungar eins og kjúkl- ingabita sem áttu að bragðast eins og KFC og eitthvað í þá veru. Eru einhverjar fermingargjafir sem þú manst eftir? Já, man vel eftir ýmsu. Ég fékk rúm, skíði, tjald, svefnpoka, stól, lampa og smávegis skart. Ég fékk heilar 6.000 krónur í peningum sem taldist líka frekar lítið á þeim tíma, en þó heldur meira en 500 krónurnar sem ein bekkjarsystir mín fékk og okkur þótti mjög fyndið. Manstu eftir fermingarfötunum eða greiðslunni? Ég hafði voða litla skoðun á fermingarfötunum og fór bara í Fataval sem var á Hafnargötunni og keypti eitthvað pils og topp sem var til þar. Ég held að mér hafi ekki einu sinni þótt þetta neitt voða flott föt en það var nú ekkert verið að þvælast til Reykjavíkur til að græja þetta. Ég fór í greiðslu til Helgu Harðar sem var þá vinsæl hárgreiðslukona. Ertu að fara í einhverjar ferm- ingarveislur? Já, ég er að fara í fermingarveislu hjá einu barnabarni í apríl. THELMA HRUND HERMANNSDÓTTIR fermdist árið 2011 í Keflavíkur- kirkju. Séra Skúli Sigurður Ólafsson sá um athöfnina. Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna? Ég man helst eftir spennunni, maður beið svo lengi eftir þessum degi. Af hverju léstu ferma þig? Þegar stórt er spurt, ég viður- kenni að ég trúi svolítið eftir hentugleika en ætli það hafi ekki verið aðallega fyrir stemninguna. Hvernig var fermingarundir- búningurinn, presturinn og kirkjan? Það var mikið lagt í boðskortin fyrir fermingarveisluna. Ég fór í myndatöku og ein af myndunum var notuð á kortið. Restin af myndunum voru svo í albúmi fyrir gesti til að skoða í veislunni. Ég man sáralítið frá fermingar- fræðslunni en ferðin í Vatnaskóg stóð upp úr. Var haldin veisla og hvað er eftirminnilegast úr henni? Það var haldin lítil krúttleg veisla í heimahúsi. Heimilinu var umturnað, borðum og stólum komið upp hér og þar og minnti helst á kaffihús, það var frekar krúttlegt og eftirminnilegt. Eru einhverjar fermingargjafir sem þú manst eftir? Það sem kemur fyrst upp í hugann er sæng og koddi sem ég fékk frá ömmu og afa, klárlega mest notaða gjöfin. Manstu eftir fermingarfötunum eða greiðslunni? Heldur betur, ég var í kjól sem var vissulega ekki í tísku því ég vildi alls ekki vera í eins fötum og hinir. Hann var laxableikur með doppum, ágætlega hallærislegur en gæti svo sem verið verri. Ertu að fara í einhverjar ferm- ingarveislur? Já ég ætla að skella mér í eina. Laumaði sér úr fermingar- veislunni út í hesthús Áttum við virkilega að borga fyrir að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs okkar? Laxableikur fermingarkjóll með doppum 18 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.