Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2024, Qupperneq 3

Víkurfréttir - 24.04.2024, Qupperneq 3
Stéttarfélögin á Suðurnesjum óska félagsfólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með baráttudag verkafólks þann 1. maí. Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkafólks í gegnum tíðina og leggjum áherslur á nýjar og breyttar kröfur í þágu vinnandi stétta. Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félags- fólki og öðrum íbúum svæðisins á baráttu- fund í Stapa, Hljómahöll kl.14:00 til 16:00. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Dagskrá: Mummi Hermanns leikur ljúfa tóna. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK, setur dagskrá. Ræðumaður dagsins er Hilmar Harðarson, formaður FIT. Bjartmar Guðlaugsson tekur nokkra klassíska slagara. Guðlaugur Ómar frá Leikfélagi Keflavíkur. Karlakór Keflavíkur slær botninn í dagskrána. Að venju bjóða stéttarfélögin upp á ókeypis bíósýningu fyrir börnin kl. 13.00 í Sambíóinu við Hafnargötu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.