Vestfirðingur - 15.12.1965, Side 6
6
VESTFIRÐIN GUR
í anda fornra hetjusagna —
- Rósarímnr kveðnar af Jðni Rafnssjrni -
Rímur þessar eru kveðnar
um þann þjóðkunna sósíalista
og baráttumann,vestfirðinginn
Rósinkranz Ivarsson. Höfund-
ur segir í formálsorðum, að
þær séu „með vissum hætti
sameiginlegt gamanmál“ hans
og söguhetjunnar „tilorðnar á
löngum tíma í áföngum". Þær
eru kveðnar í hefðbundnum
rímnastíl, með kenningum,
Þegar við vorum að enda
við að drekka kaffið, heyrðum
við, að tvær eða þrjá snarpar
vindhviður skullu á kotinu, og
eftir stundarkom var komið
norðanrok og bleytuhríð,
næstum eins og hendi væri
veifað. Hjörtur reis þá á fætur
og sagði: — Nú förum við
þegar í stað niður í hellis-
skútann og skerum úr skel-
inni, og leggjum að því búnu
af stað heim. Sveinbjörn
sagðist telja ófært að fara
Búlandshöfða í þessu veðri, en
Hjörtur sat við sinn keip og
sagðist halda heim, þó svo að
hann yrði að skríða, hér yrði
hann ekki einni nóttu lengur.
Við Guðjón tókum saman það
sem eftir var af nesti okkar
og fengum konunni, fórum
síðan niður í hellisskútann, en
þar var kaldsamt að skera úr
skelinni. Við létum beituna í
þrjá skinnsokka, bundum fyrir
þá og bárum sinn skinnsokk-
inn hver okkar, nema Hjörtur,
sem átti að ganga laus og hafa
forustu ferðarinnar. Síðan
héldum við af stað. Hjörtur
gekk fyrstur, þá Guðjón og ég,
en Guðmundur rak lestina.
Ekki gat talist stætt veður, er
við lögðum af stað, gatan í
Höfðanum óljós og sumstaðar
horfin með öllu. Ekki veit ég
hvemig við fórum að því, en
einhvernveginn þrömmuðum
við þetta, og allt gekk slysa-
laust út fyrir Höfðann, en úr
því var leiðin betri, bæði
bjartar og sléttara undir mæti,
og gekk ferðin vel eftir það
heim.
Guðjón, sem með mér var í
geilinni, drukknaði um vetur-
inn ásamt fleiri mönnum.
Datt mér því stundum í hug,
að þeir Ólafur heitinn í Lár og
félagar hans hafi sérstaklega
átt erindi við hann, er mestu
ósköpin gengu yfir í hlöðunni
á Höfðakoti.
mansöngvum og öðm, sem
slikum skáldskap fylgir.
Svaðilförum og hetjudáðum er
lýst í anda fornra hetjusagna,
þó er það stéttabarátta nú-
tímans, sem kveðið er um,
átökin milli auðvalds og
sósíalisma, í gamantón að
vísu, en 'alvaran býr undir
niðri. Kenningarnar má flestar
ættfæra til Eddu, þó finnast
nokkrar með nýtízkulegra
sniði, eins og t.d. þessar man-
söngsvísur:
Púðurdósa selján svinn,
sólarljós míns hjarta.
Sigri hrósar hugur minn
helzt við rósa koddann þinn.
Nýtum okkar nætur grið,
nælonsokka gerður,
sjafnar þokkia, saminn frið
sængurstokkinn innan við.
Rímurnar eru sex talsins. í
fyrstu rímu segir frá fæðingu
söguhetjunnar, uppvexti
hennar og æskuafrekum.
Kemur þar í ljós að snemma
beygist krókur að því sem
verða vill, það er hafið sem
heillar hinn unga svein, enda
varð sjómennska ævistarf
hans.
Eyra heillar æskumanns
unnar strengjakliður,
enda löngum liggur hans
leið til sjávar niður.
Feðra arfur, farmannsþrá,
forn í brjósti lifir.
Augu furðufangin sjá
fjörðinn Breiða yfir.
Spurul leitar unglings önd
eigi troðnar slóðir.
Bak -við f jarskans bláu rönd
bíða lönd og þjóðir.
Næst segir frá því að haust
eitt verða óvenju illar heimtur
og fyrirsjáanleg vá fyrir
dyrum bænda, ef ekki rætist
úr. Er þá boðuð ráðstefna til
að ráða fram úr vandanum, og
eru menn á einu máh um, að
tröll muni valda. Heitið er
háum verðlaunum hverjum
þeim, er rétt getur hlut bænda
og sótt fénað þeirra í tröUa
hendur. Ræðst þá Rósinkranz
í þá svaðilför. Segir ekki af
ferðum hans fyrr en hann
kemur að helli einum miklum
og gengur inn.
Hlýtt og bjart af ami er,
eldalog á skíðum.
Hvílir pottur hlóðum á
heldur stór í seti,
ljúfa honum leggur frá
lykt af soðnu keti.
Hugar sveinn að hættum
fyrst
— heilla sauðarlæri •—
etur síðan eftir lyst,
eins og heima væri.
Að því búnu er lagst til svefns,
en ekki verður svefnfriður
langur, því að skömmu síðar
kemur hellisbúi, tröllkarl einn
ferlegur með troðna uxabelgi
í bak og fyrir. Rósi býst þegar
til varnar, hendir hnútu í auga
karls, svo að það liggur út á
kinn, en hann æðir inn í hell-
inn, nær til Rósa og hefjast
með þeim harðar sviftingar, er
enda með því, að Rósi bregður
karli, fellir hann á bakaftur á
hellu eina og hryggbrýtur.
Eftir gjörð hin greindu skil
gildur njörvarrsjóður
hallast upp við hamra-þil,
hvergi sár, en móður.
Hér mun eigi hlotnast nein
hvíld í nauðum brýnum:
skjótt í hellinn skálmar ein
skessa mikil sýnum.
Ráðast þau þegar hvort á
annað skessan og komumaður:
Hvorugt boðar hinu grið,
hamast flagð og drengur.
Handargripin hamrömm við
hold frá beini gengur.
Viðureigninni lýkur með sigri
skessunnar, sem nú setur
byggðamanni úrslitakosti:
skal hann annað tveggja týna
lífi þegar í stað eða dvelja hjá
henni í hellinum yfir vetur-
inn og byggja með henni eina
sæng. Tekur Rósi síðari
kostinn, dvelur hjá skessunni
yfir veturinn og fer vel á með
þeim. Á skilnaðarstundinni,
fyrsta sumardag, afhendir
skesan honum ailt fé byggða-
manna og mælir um leið til
hans þessum orðum:
Halda mun ég gefin grið,
gerða sátt og eiða,
þótt mér skyggi í skapi við
skilnað okkar leiða.
Aldrei mun þér orku fátt,
eigi heldur ráða,
stóra og marga eftir átt
orrasennu háða.
Nema muntu nýjan sið,
nýja guði blóta
og í grimmum geiraklið
glæstan sigur hljóta.
Órar greina annað fátt,
augum hamlar glýja.
Sé ég þó í sólarátt
siðinn þann hinn nýja.
Þessu fári verst í vök
veldið trölla forna.
Þaðan koma ragnarök,
reiði skapanorna.
Að svo mæltu leggur skessan
á Rósa, að hjá engri mennskri
meyju megi hann framar una
og
menjaþöll og mækjagrér
mynnast ákaflega.
I annari rímu segir frá því er
Rósi er laus úr tröllahöndum,
ferð hans heim og heimkomu
með fé bænda. Er honum þar
vel fagnað.
Margur kota karlinn rak
upp kætihlátur,
þegar sá hann sínar
skjátur.
Sumir, áður sem um Rósa
sízt var gefið,
blessa hann nú og bjóða í
nefið.
Haldin er veizla með dansi,
landadrykkju og annari
skemmtan, síðan býst hver að
búi sínu. Söguhetjan hraðar
för heim að Rauðasandi, þar
sem „honum fagnar bóndabær
og bernskuslóðir,/ foreldnar
og frændur góðir.“
Eftir heimkomuna þykir
hinn ungi sveinn hafa breytt
mjög háttum og fara meira
einförum en áður.
Eigi sjaldan öðrum fjær
hjá unnar vangi
er hann séður einn á gangi.
Ár og síð menn segja hann
kafinn sínum fræðum.
Grúskandi í gömlum
skræðum.
En nú dregur til mikilla tíð-
inda, sem frá er sagt í þriðju
rímu. Rósi stefnir nú aðsér
liði miklu víðsvegar að af
landinu.
Yfir heiðiar Islands,
óraleiðir fanna,
hefja reið til Rauðasands
raðir breiðar manna.
Aðrir söndum svölum frá
súðagöndum mjúkum,
fram með ströndum strang-
an sjá
stýra þöndum dúkum.
Þeir, er sækja þennian fund,
þarfnast hækju engir,
býsna sprækir, bernskri
lund,
baggatækir drengir.
Kemur þama við sögu fjöldi
þekktra manna.
Þegar lið þetta er saman
komið, mælti Rósi til þess
þessum orðum:
„Lýð í voða lands ég tel,
lög vor troðin niður.
Hefi skoðað hugann vel.
hingað boðað yður.
Hér býr þjóð við sult og sút,
samt í góðu landi,
þrotinn móður, keyrð í kút,
kálfs í tjóður bandi.
Forsjá gölluð finnst mér öll,
fæti höllum stöndum.
Landsins fjöll og fingra-
mjöll
föst í trölla höndum.
Vondir lúta valdsmenn auð,
virðast mútu þjálir,
labbakútar, kúguð gauð,
keyptar pútusálir.
Undir toppi gylltum grær
gljár og snoppufríður,
viljaloppin, værukær
valtur sjoppulýður.
Þröngt í búi orðið er,
öfugt snúið flestu,
þráfallt trúað, því er ver,
þeim, sem ljúga mestu.
Fári hnekkja fólks og kvöl,
fást við blekkinguna,
þess er ekki, vinir, völ
vanti þekkinguna.
Þannig, sveinar, bátinn ber
brots að hleinum niður.
Skal nú reyna í ræðu hér
ráð mín greima yður:“
Skal liðið búast í austurveg til
Landsins góða og láta síðan
loga hér/ lausnarstríðið
manna.
Liðsmenn gera góðan róm að
ræðunni, búast til skips og