Vestfirðingur - 15.12.1965, Side 8
8
VESTFIRÐIN GUR
Davíðshús
Já þú, sem elskar listamannsins ljóð
og leitar hælis þar sem gróður vex
en virðir litils hrokans tómahljóð,
þig heillar jafnframt Bj arkarstígur sex.
Úr þessu vann hann mörg og litrík ljóð
og ljóma brá á gamalt hafurtask,
því hann var einnig skáld með þeirri þjóð,
sem þekkir naumast framar tóman ask.
Þar sérðu manninn vinur ef þú villt
og veizt áð hann var stóri bróðir þinn,
en fyrir þá sem tildrið hefur tryllt
er tilgangslaust að koma þangað inn.
Ég bið þig, gakktu vel um húsið hans
og hreyfðu aldrei neitt sem þar er geymt.
Og sjá, þú finnur nálægð mikils manns
og mætir þvi sem fjöldinn hefur gleymt.
Haraldur Stígsson
f'rá Horni.
Komdu með mér — það er þér í hag —
upp þennan stíg, sem laufguð björkin ver
og þú munt heyra kliðmjúkt kvæðalag
í kringum það sem fyrir augun ber.
Því þar er ekkert glingur eða. glys,
en gamlir munir birtast hér og þar.
Og yfir þeim er ró og dul en ris
þess rökkurlifs er einu sinni var.
hjá Svíum en okkur og hvað
miður. Er það mjög eðlileg
spurning, þar eð Svíþjóð er
talið vera það land, sem einna
lengst er komið á þeirri braut
iað tryggja öllum þegnum
sínum velmegun. Mér verður
stirt um svar, því að mig
brestur um of kunnugleika
bæði þar og hér. Þó mætti
vísa til þess er að framan er
skrifað um öflugar almanna-
tryggingar, góðar samgöngur
og meiri festu í þjóðfélags-
byggingunni allri. Þá má
nefna skilyrði til æðri mennt-
unar og svo heilbrigðismálin
sem eru með miklum ágætum.
Er gnægð stórra og vel út-
búinna sjúkriahúsa í landinu.
Háir þeim einna mest, hve
erfitt vill reynast að fá starfs-
lið, einkum er hjúkrunar-
kvennaskortur tilfinnanlegur
og hefur stundum orðið að
loka heilum deildum nokkurn
tíma af þeim sökum. Þótt
margar hjúkrunarkonur út-
skrifist fer þar sem hér, þær
giftast og fara að sjá um
böm og heimili. Úr þessu er
þó víða reynt að bæta með því
að hafa dagheimili fyrir börn
í sambandi við sjúkrahúsin og
gefst það nokkuð vel, og fást
margar giftar hjúkrunarkonur
til starfsins með þeim hætti.
Aftur á móti er kaup þeirra
enn heldur lágt, og yfirvinna,
sem oft vill verða, fæst lítið
sem ekkert borguð. Til er það,
iað karlmenn læri til hjúkrunar
starfa, en er ekki algengt
fremur en hér, því að erfitt
mun það reynast fjölskyldu-
föður að sjá heimili farborða
með þeim launum.
Auk hinna almennu sjúkra-
húsa er svo fjöldinn allur af
heilsuhælum á vegum hins
opinbera, m.a. hressingar- og
lækningahæli fyrir gigtarsjúk-
linga. Hefur verið ráðgert nú
mjög nýlega að koma einu
slíku hæli upp suður í Kanarí-
eyjum.
Miklu einfaldari og skýrari
reglur virtust mér vera þar
en hér um dagpeninga sjúk-
linga, Skrifar læknir á þar til
gert eyðuglað þann tíma, sem
sjúglingurinn telst óvinnufær
af hvaða orsökum sem það er
og fer sjúklingurinn með þann
pappír til næsta sjúkrasam-
lags, sem greiðir honum sjúkra
diagpeninginn án allra frekari
vafninga. Þetta fyrirkomuiag
finnst mér mun einfaldara en
hjá okkur með allt eyðublaða-
farganið, sem mér fyrir mitt
leyti hefur gengið illa að finna
botn í. Og ég veit fleiri dæmi
þess hér, að sjúklingar hafa
farið með vottorð sín til
sjúkrasamlags þegar þeir áttu
að snú sér til Tryggingarstofn
unar og öfugt, og kannske
gefizt upp á endanum við að
þá peninga, sem þeim með
réttu bar.
Þá vil ég geta þess að öll
opinber þjónusta er með af-
brigðum góð. Er. það einkenni
flestra stofnana að leysa
vanda viðskiptavina sinna
svo framarlega sem það
stendur í mannlegu valdi og af
svo mikilli kurteisi að af ber.
Fannst okkur, sem erum ekki
alltof von slíkri ofurfágun,
stundum um of. En hvort
heldur sem er í verzlun, opin
berri skrifstofu eða þar sem
önnur þjónusta er veitt, er af-
greiðsla með þeim hætti, að
viðskiptavininum finnst hann
vera velkomin. Hann uppgötv-
ar aldrei á síðasta auknabliki,
að hann sé mættur af ein-
hverjum óútskýranlegum
rótarskap til að tefja fyrir
lúnu afgreiðslufólki.
Að sjálfsögðu er svo eitt
og annað, sem Islending í Sví-
þjóð finnst miður fara, en
margt eru það smámunir á
borð við það, að geta hvergi
fengið kindasvið á borðið, að
ég tali nú ekki um harðfisk.
Formfesta og einskorðun við
skrifaðar formúlur og reglur,
sem laldrei virtist vera hægt
að hnika til, hvernig sem að-
stæður voru, fannst okkur oft
vera til áþæginda að nausynja
litlu, kannske fyrir það, að
maður er vanari öllu lausari
sniðum. Persónulega fannst
mér allt hernaðarbröltið og
hervæðingin vera til stórra
lýta og bæri að líta á það sem
nokkurs konar óværu á þjóð-
félagslíkamanum. Er og líka
vandséð að hvaða gagni slíkt
má verða, ef til innrásar atóm-
veldis kæmi, aðrar grann-
þjóðir kæmu varla til greina í
því sambandi, þótt áður fyrr
væri ófriður við Dani og Norð-
menn mjö í tízku. Málsvarar
herskapar halda því hinsvegar
fram, að ef sterkar almenniar
varnir séu í landinu, myndi
jafnvel atómveldi ekki þykja
svara kostnaði að leggja það
undir sig, þótt það væri tækni-
lega mögulegt. Og svo að
lokum örfá orð um hunda. 1
Svíþjóð ríkir hið megnasta
hundahald, sem setur mjög
svip sinn á allt hversdagslíf
og var okkur Islendingunum
flestum þyrnir í augum, þótt
ekki kæmi það okkur beinlínis
við. Flestir a.m.k. hinna
,,betri“ borgara hafa heimilis-
hund, sem nýtur sömu ef ekki
meiri réttinda en börnin á
heimilinu ef einhver eru. Fari
fjölskyldan út að aka, hefur
hundurin bezta sætið í bif-
reiðinni. Fastur liður í heimil-
isverkunum er að fara með
hundinn á göngu með vissu
millibili og er áfangastaður-
inn venjulega næsti ljóskers-
stólpi. Er það ljótur blettur
að sjá götur borgarinnar, sem
annars eru svo snyrtilegar og
vel hirtar, allar útbíaðar í
hundasaur. Er hætt við, að
slíkt myndi gera flestar heil-
brigðisnefndir í bæum hér á
landi gráhærðar um aldur
fram.
1 skólamálum standa Svíar
mjög framarlega svo sem
kunnugt er. Bamaskólar eru
flestir ágætir, þótt þar standi
kennaraskortur mjög fyrir
þrifum líkt og hér. Minnir
mig að um það bil þriðjungur
starfandi kennara við bama-
skóla sé ófaglærður. Er nú
ráðgert, að nemendur velji sér
áhugasvið strax upp úr fimm-
ta bekk barnaskóla og kennsl-
unni þar eftir hagað í sam
ræmi við það. — Grun hef ég
um, að bóklestur meðal al-
mennings sé þar ekki jafn al-
mennur og hér. Sjaldan virtist
mér mikil ös í bókabúðum, en
almenningsbókasöfn eru mikil
og góð. Verð á bókum er
einkennilega lítið lægra en
hér, þegar tillit er tekið til
þess, að bækurnar ættu að
geta komið út í stærri upp-
lögum og pappírinn þar að
auki innlend framleiðsla. Verð
á bókum af meðal sjálfsævi-
sögustærð og í þokkalegu
bandi svarar til 350 til 450
ísl. króna. Hins ber þó að geta
að útgáfa mjög góðra bóka í
vasabókaformi er mikil og
kostar þar frá ca. 35 til 100
ísl. króna. Rannsókn á bóka-
eign leiddi nýlega, í ljós, að
á meðalheimilinu sænska væru
til 60 bindi af bókum. Fróðlegt
væri að vita hver væri sam-
svarandi tala hér.