Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 53

Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 53
...upp í vindinn Mynd 2. Þróun sýrustigs meó tíma. Gögn frá Larbi ofl. 1990. og sýnið byrjar að þenjast út. Lengdarbreyt- ing sýnanna er mæld reglulega, ef ákveð- inni þenslu er náð innan settra tímamarka eru viðkomandi fylliefni talin alkalívirk. Það er mjög góð reynsla af þessari aðferð hér á landi, en vandamálið er að hún tekur 1 ár. Byggingariðnaðurinn hefur ekki tíma til að bíða svo lengi eftir niðurstöðum. Því hefur á undanförnum árum jafnframt verið tekin upp ný prófunaraðferð sem tekur mun styttri tíma, en það er prófunaraðferðin ASTM C 1260. Prófið er nýlegt, það varð t.d. að ASTM staðli árið 1994. Það hefur þann kost umfram hefðbundin próf að það tekur aðeins 16 daga. Alkalískemmdir Allt frá því farið var að framleiða íslenskt sement hefur hættan á alkalískemmdum vofað yfir sökum þess hve alkalímagnið er hátt. Ráðstafanir voru gerðar til þess að sporna gegn alkalívirkni í steypu sem notuð var í stærri mannvirki, t.d. allar virkjanir, hafnarmannvirki o.fl. Framleitt var s.k. virkj- anasement, sem innihélt 25% fínmalað líparít sem possólana, en einnig var flutt inn töluvert af dönsku lágalkalísementi. Ekki var gripið til slíkra úrræða vegna venju- legrar húsasteypu. Ástæður fyrir því voru margþættar. Fyrst má nefna aukinn kostn- að fyrir húseigendur. Einnig var talið að rakastig í útveggjum væri svo lágt að alkalí- virkni myndi ekki þróast til tjóns. Þá voru alkalískemmdir í húsasteypu ekki þekktar erlendis frá (Flákon Ólafsson, 1992). Á miðju ári 1979 var brugðist við vandan- um. Þess var krafist að kísilryk yrði notað í allt sement, notkun óþvegins sjávarefnis bönnuð og dregið var úr notkun á alkalí- virkum fylliefnum. Upp frá því hefur ekki orðið vart við alkalískemmdir í steypu, sam- anber ótal úttektir á húsum á höfuðborg- arsvæðinu (sjá t.d. Bjarni Þórðarson, 1991; Olafsson, Fl. og Kristjánsson, R. 1992; og Edda Lilja Sveinsdóttir og Gisli Guð- mundsson, 1994). Dregið hefur verið í efa að alkalí- skemmdir hér á landi flokkist með hefð- bundnum alkalískemmdum eins og þær þekkjast erlendis (Ríkharður Kristjánsson, 1985 og 1992). Fremur eru leiddar að því getur að „alkalískemmdirnar" stafi af frost- þenslu í alkalíhlaupi og alkalívirkum fylli- efnum. Því stafi alkalískemmdir hér á landi af Leggðu rækt við framtíðina Með miða í Happdrætti Háskólans eflir þú Háskóla fslands HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.