Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 47

Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 47
...upp í vindinn hönnun 1976 til þeirrar tillögu er fór í um- hverfismat árið 2000, en það er tilhögun 4 lengst til hægri, eftir að búið var að fella nið- ur Eyjabakkalón og slá saman Fljótsdals- og Kárahnjukavirkjunum í eina virkjun. Á mynd 11 sést tilhögun 3 úr mynd 9, sem var efst á baugi ca. 1990-2000, en þá voru virkj- anirnar tvær enn aðskildar og hvor með sitt miðlunarlón, Eyjabakkalón og Hálslón. Um- hverfisráðherra, í lokaúrskurði sínum um umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar í árslok 2001, felldi niður nokkrar veituhugmyndir, sem sjást á mynd 11; eystri hluta Hrauna- veitu (neðst t.h.), Grjótár-, Hölknár- og Laug- arárveitur (norðan Snæfells) ásamt Bessa- staðaárveitu um Gilsárvötn (efst t.h.), en þetta samsvarar fjórum Lagarfossvirkjunum. Við þetta féllu niður nokkur veitulón, svo endanlegt lónaflatarmál Kárahnjúkavirkjunar er eitthvað minna en 67 km2, eins og súla 4 á mynd 9 sýnir. Sjálft Hálslón er 57 km2. Miðaó við land sem fer undir vatn hefur nú- verandi tilhögun Kárahnjúkavirkjunar minnst umhverfisáhrif af þeim tilhögunum sem kannaðar hafa verið á undanförnum áratug- um. Á mynd 12 sést endanlega útgáfa þess- arar langstærstu virkjunar íslands. 7. Áhrif einnar stórrar virkjunar, eða 6-8 minni virkjana Nokkuð hefur verið rætt um að í Ramma- áætlun ríkisstjórnarinnar í orkumálum kem- ur fram aó mest umhverfisáhrif eru frá Kárahnjúkavirkjun og hugmynd aó virkjun Jökulsár á Fjöllum með því að veita efsta hluta árinnar ásamt Kreppu austur í Jökul- dal og þaðan til Fljótsdals (Verkefnisstjórn rammaáætlunar, 2003). Þarna er hins veg- ar ekki tekið tillit til þess að þetta eru tvær langstærstu virkjanahugmyndir landsins, sem hvor um sig getur framleitt 4-5000 GWst á ári, með yfir 600 MW afli. Ef átt hefði að útvega 650 MW afl tii álvers á Reyðarfirði og ekki hefði mátt virkja við Kárahnjúka eða nýta Jökulsá á Fjöllum, þá hefði dæmið e.t.v. litið svona út: Jarð- gufuvirkjanir við Þeistareyki (80 MW), Fremri námur (80 MW), Bjarnarflag (80 MW), Hágöngur (80 MW) og stækkun í Kröflu (60 MW). Við þetta gæti bæst vatns- afl frá Skjálfandafljóti (100 MW) og Eystri Jökulsá í Skagafirði (180 MW). Alls 7 virkj- Mynd 5. Stífluvatn í Fljótum, horft til austurs. í baksýn sést til Ólafsfjaröar. T.v. sést Skeiðsfoss- virkjun og hið stóra berghlaup sem fyrir þúsundum ára stíflaði upp stöðuvatn sem síðar ræsti sig fram. Byggðin ofan berghlaupsins ber nafnið “Stífla". Setlög er mynduðust á botni stöðuvatnsins skópu sléttlendi sem fór undir vatn er stífla Skeiðsfossvirkjunar var reist í Heimsstyrjöldinni síðari. Ljósm. Oddur Sigurðsson. Mynd 6. Elliðavatn, horft til norðurs. Elliðavatnsstíflan var reist seint á 3ja áratug 20. aldar. Við það varð til náttúruperlan Elliðavatn. Fyrir voru á lónstæðinu tvö stöðuvötn; Vatnsvatn til hægri á mynd- inni og Vatnsendavatn, til vinstri. Fjarlægari hluti vatnsins þekur frægar engjar stórbýlisins Elliða- vatns. í vatninu er mikil veiði og mikið fuglalíf. Fáir vilja snúa til baka og fjarlægja stífluna. Ljósm. Oddur Sigurðsson. Viftur og rafmagns- og vatnshltablásarar VentAxia NQV/EIMCO J O Gluggaviftur o lönaðarviftur o Vatnshitablásarar o Röraviftur O Veggviftur oLoftspaðar O Miðflóttaaflsblásarar o Rafmagns- O Þakviftur o Borðviftur O Vélarúmsblásarar hifablásarar A/7FÁLKINN ^TT-rrm Þekking Reynsla Þjónusta l Sudurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 i Fax: 540 7001 • www.falkinn.is Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræstiviftum og blásurum - Það borgar sig að nota það besta 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.