Upp í vindinn - 01.05.2004, Page 47

Upp í vindinn - 01.05.2004, Page 47
...upp í vindinn hönnun 1976 til þeirrar tillögu er fór í um- hverfismat árið 2000, en það er tilhögun 4 lengst til hægri, eftir að búið var að fella nið- ur Eyjabakkalón og slá saman Fljótsdals- og Kárahnjukavirkjunum í eina virkjun. Á mynd 11 sést tilhögun 3 úr mynd 9, sem var efst á baugi ca. 1990-2000, en þá voru virkj- anirnar tvær enn aðskildar og hvor með sitt miðlunarlón, Eyjabakkalón og Hálslón. Um- hverfisráðherra, í lokaúrskurði sínum um umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar í árslok 2001, felldi niður nokkrar veituhugmyndir, sem sjást á mynd 11; eystri hluta Hrauna- veitu (neðst t.h.), Grjótár-, Hölknár- og Laug- arárveitur (norðan Snæfells) ásamt Bessa- staðaárveitu um Gilsárvötn (efst t.h.), en þetta samsvarar fjórum Lagarfossvirkjunum. Við þetta féllu niður nokkur veitulón, svo endanlegt lónaflatarmál Kárahnjúkavirkjunar er eitthvað minna en 67 km2, eins og súla 4 á mynd 9 sýnir. Sjálft Hálslón er 57 km2. Miðaó við land sem fer undir vatn hefur nú- verandi tilhögun Kárahnjúkavirkjunar minnst umhverfisáhrif af þeim tilhögunum sem kannaðar hafa verið á undanförnum áratug- um. Á mynd 12 sést endanlega útgáfa þess- arar langstærstu virkjunar íslands. 7. Áhrif einnar stórrar virkjunar, eða 6-8 minni virkjana Nokkuð hefur verið rætt um að í Ramma- áætlun ríkisstjórnarinnar í orkumálum kem- ur fram aó mest umhverfisáhrif eru frá Kárahnjúkavirkjun og hugmynd aó virkjun Jökulsár á Fjöllum með því að veita efsta hluta árinnar ásamt Kreppu austur í Jökul- dal og þaðan til Fljótsdals (Verkefnisstjórn rammaáætlunar, 2003). Þarna er hins veg- ar ekki tekið tillit til þess að þetta eru tvær langstærstu virkjanahugmyndir landsins, sem hvor um sig getur framleitt 4-5000 GWst á ári, með yfir 600 MW afli. Ef átt hefði að útvega 650 MW afl tii álvers á Reyðarfirði og ekki hefði mátt virkja við Kárahnjúka eða nýta Jökulsá á Fjöllum, þá hefði dæmið e.t.v. litið svona út: Jarð- gufuvirkjanir við Þeistareyki (80 MW), Fremri námur (80 MW), Bjarnarflag (80 MW), Hágöngur (80 MW) og stækkun í Kröflu (60 MW). Við þetta gæti bæst vatns- afl frá Skjálfandafljóti (100 MW) og Eystri Jökulsá í Skagafirði (180 MW). Alls 7 virkj- Mynd 5. Stífluvatn í Fljótum, horft til austurs. í baksýn sést til Ólafsfjaröar. T.v. sést Skeiðsfoss- virkjun og hið stóra berghlaup sem fyrir þúsundum ára stíflaði upp stöðuvatn sem síðar ræsti sig fram. Byggðin ofan berghlaupsins ber nafnið “Stífla". Setlög er mynduðust á botni stöðuvatnsins skópu sléttlendi sem fór undir vatn er stífla Skeiðsfossvirkjunar var reist í Heimsstyrjöldinni síðari. Ljósm. Oddur Sigurðsson. Mynd 6. Elliðavatn, horft til norðurs. Elliðavatnsstíflan var reist seint á 3ja áratug 20. aldar. Við það varð til náttúruperlan Elliðavatn. Fyrir voru á lónstæðinu tvö stöðuvötn; Vatnsvatn til hægri á mynd- inni og Vatnsendavatn, til vinstri. Fjarlægari hluti vatnsins þekur frægar engjar stórbýlisins Elliða- vatns. í vatninu er mikil veiði og mikið fuglalíf. Fáir vilja snúa til baka og fjarlægja stífluna. Ljósm. Oddur Sigurðsson. Viftur og rafmagns- og vatnshltablásarar VentAxia NQV/EIMCO J O Gluggaviftur o lönaðarviftur o Vatnshitablásarar o Röraviftur O Veggviftur oLoftspaðar O Miðflóttaaflsblásarar o Rafmagns- O Þakviftur o Borðviftur O Vélarúmsblásarar hifablásarar A/7FÁLKINN ^TT-rrm Þekking Reynsla Þjónusta l Sudurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 i Fax: 540 7001 • www.falkinn.is Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræstiviftum og blásurum - Það borgar sig að nota það besta 47

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.