Mímir - 01.12.2016, Page 16
14
Færeyinga saga -
Efni og varóveisla
sammerkt með Sneglu-Halla úr Sneglu-Halla
þætti, en bent hefur verið á karnivalísk einkenni
Sneglu-Halla þáttar (sjá Björn Gíslason, 1999).
Sagt hefur verið að Færeyinga saga fjalli í aðra
röndina um ættadeilur í Færeyjum á síðustu ára-
tugum 10. aldar og fyrstu áratugum 11. aldar
en í hina fjalli hún um deilur færeyskra höfðingja
við konung (Vésteinn Ólason, 1993, bls. 82).
Það er vissulega mikil einföldun en gefur þó
einhverja hugmynd um efni sögunnar. Sagan
hverfist um söguhetjurnar tvær, Sigmund Brestis-
son og Þránd í Götu, deilur þeirra og samband
við konung. Með klækjum og útsjónarsemi tekst
Þrándi að stuðla að drápi Brestis og Beinis, feðra
Sigmundar og frænda hans, Þóris. í kjölfar þess
verður Þrándur valdamesti maður Færeyja og
sendir þá frændur, Sigmund og Þóri, úr landi.
Síðar snýr Sigmundur aftur til að hefna föður slns
og sækja sinn réttmæta föðurarf, sem hann og
fær. Deila þeir Þrándur völdum um hríð.
Deilur Sigmundar og Þrándar eru hinn rauði
þráður sögunnar. Sigmundur er handgenginn
Noregskonungum en Þrándur situr sæll í sæmd
sinni í Færeyjum. Þegar Sigmundur gerir svo
tilraun til þess að kristna Færeyjar fyrir hönd
Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs, notar
Þrándur völd sín og áhrif til þess að hindra fram-
göngu hans. Verða lyktir þær að menn Þrándar
gera atlögu að Sigmundi, sem kemst undan þeim
á sundi; lýkur hann lífi sínu er menn Þrándar vega
hann örþreyttan I fjöru einni. Þrándur hefur nú
endurheimt fyrri völd og styrkir stöðu sína með
hjónabandi fóstursonar síns, Leifs, og dóttur Sig-
mundar, Þóru. Þegar hér er komið sögu er aða-
landstæðingur Þrándar Ólafur konungur Haralds-
son og segir sagan af tilraunum hans að heimta