Mímir - 01.12.2016, Page 17
Klækir og karnival
15
skatt af Færeyjum. Gengur það hraklega og má
lesa milli lína að því valdi Þrándur. Allar ráða-
gerðir Þrándar fara hins vegar út um þúfur þegar
fóstursynir hans, Sigmundur og Sigurður, vega
Þórólf, son Sigmundar Brestissonar og hirðmann
konungs. Leifur og Þóra sækja hefnda og verða
sögulok þau að þeirra menn vega Sigurð og Sig-
mund. Þrándur deyr þá úr harmi og Leifur verður
lénsherra konungs yfir Færeyjum.
Varðveisla Færeyinga sögu er um margt sér-
stök. Hún er ekki varðveitt í heild sinni heldur
þarf að sækja efni hennar úr ýmsum handritum.
Upprunalegt handrit sögunnar (hafi það einhvern
tímann verið til) er nú glatað. Meginþorra þess
efnis sem nú er varðveitt er að finna í Flateyjar-
bók, þar sem kaflarnir eru á víð og dreif. Margir
kaflanna sem varðveittir eru í Flateyjarbók virðast
vera ritaðir eftir upprunalegu handriti en einnig
hefur skrifari Flateyjarbókar fleygað inn nokkra
kafla sem varðveittir voru I breyttri útgáfu í Ólafs
sögu helga, samansett af Snorra Sturlusyni.
Ólafur Halldórsson (2006, bls. 7-8) hefur fjallað
rækilega um varðveislu Færeyinga sögu í for-
mála sínum að sögunni í útgáfu Islenzkra forn-
rita, sömuleiðis hefur Vésteinn Ólason (1993,
bls. 82-83) rakið hana stuttlega í íslenskri bók-
menntasögu. Báðir telja að sagan sé nokkuð
gömul, sennilega rituð á árabilinu 1200-1220,
og styðjist að miklu leyti við frásagnir munnlegra
heimildarmanna sem líklega hafa verið færeyskir.
Vésteinn telur söguna eiga best heima með
íslendingasögum, þar eð hún fjalli um bændur
og bændahöfðingja, en aðrir (Mundal, 2001,
bls. 50) hafa bent á að formgerð sögunnar og
umfjöllunarefni hennar sé margslungnara en svo
að hægt sé að setja hana umhugsunarlaust í
flokk íslendingasagna.
L