Mímir - 01.12.2016, Page 18
16
Að vera Þrándur
í Götu
Af ofangreindu er því Ijóst að útgáfa Færeyinga
sögu er talsverðum vandkvæðum bundin; út-
gefendur verða að setja söguna saman eins og
þeir telja að best verði á kosið. Að sagan sé ekki
varðveitt í upprunalegri mynd getur þá vitanlega
skapað vandamál við túlkun hennar (sjá Mundal,
2001). Hins vegar er sagan afar haganlega
skrifuð og auðsætt að höfundur sögunnar hefur
vel kunnað þá list að segja frá. Við frásögn sína
lætur hann lesendur sína (og áheyrendur) iðulega
ráða í gátur sögunnar, í því skyni beitir hann
m.a. takmörkun sjónarhorns af miklu listfengi.
Ósamræmi milli orða persóna og gjörða þeirra er
eftirtektarvert og hin ósögðu orð frásagnarinnar
fara vart framhjá lesendum. Þessi frásagnartækni
höfundar skapar njótendum Færeyinga sögu afar
mikið rúm til túlkunar, og eru þar gjörðir og orð
Þrándar í Götu ekki fyrirferðarminnst!
Við lestur íslendingasagna, sem Færeyinga saga
ber nokkurn svip af, verða fyrstu kynni lesenda
af persónum iðulega I gegnum þær einkunnir
sem sögumaður gefur þeim við upphaf persónu-
lýsingar þeirra. Mönnum eru gefnar einkunnir
á við „kappi mikill", „garpur mikill“, „ójafnaðar-
maður“, „vitur og fórspár" o.s.frv. (Vésteinn
Ólason, 1993, bls. 54). Þess háttar einkunnir
móta viðhorf lesenda til sögupersóna og verða
örlög þeirra oft í samræmi við þann vitnisburð
sem þeim eru gefnar, þó undantekningar séu
vissulega á því.
Þrándi í Götu er lýst á eftirfarandi hátt: „Þrándr
var rauðr á hár ok freknóttr í andliti; fríðr sýnum.“
(Ólafur Halldórsson, 2006, bls. 4). Foote
(1984a, bls. 1 78) hefur bent á hliðstæðar lýs-
ingar í írskum sögum, en þar eru rauðhærðir og
freknóttir menn oft brögðóttir og fláráðir. Slík