Mímir - 01.12.2016, Page 20
þinginu til þess að fá sér eyri silfurs, gegn því
að hann veiti konungi ráð til þess að þeir losni
af markaðnum. Mennirnir borga silfrið og færir
Þrándur konungi eftirfarandi ráð:
Þat er mitt ráð at hverr maðr sá er hér er
kominn leggi fram silfr slíkt sem konungr
kveðr á, ok er þat fé kemr saman í einn stað,
þá bœti þeim er fyrir skaðanum er orðinn,
en konungr hafi þat sér til sœmðar er af
fram gengr. Veit ek at hann mun vel fyrir
sjá því er hann hlýtr, en menn liggi hér eigi
veðrfastir, múgr manns sem hér er saman
komit, til svá mikils vanhags.
(Ólafur Halldórsson, 2006, bls. 7)
Konungi sýnist ráðið harla gott og fær Þrándi hlut
af því silfri sem safnaðist. „Var þat óf fjár“, eins og
þar er ritað.
Ráð Þrándar er í sjálfu sér ágætt og greiddi úr
vandræðum kaupmanna og konungs; vandræði
sem Þrándur skapaði að öllum líkindum sjálfur
til eigin hagsmuna. Hitt er svo annað, hvernig
ráð þetta hefur hljómað í eyrum áheyranda Fær-
eyinga sögu ef gert er ráð fyrir munnlegum upp-
runa, eins og Vésteinn Ólason og Ólafur Hall-
dórsson gera. Segja má að ráð sem hljóðar á
þá leið að „allir menn slái saman fé til konungs11
(endursögn mín, ÁDM) verði tílkomulítið þeim
áheyrendum sem hafa jafnvel þekkt til annarra
klækjarefa íslendingasagna og ráðagerða þeirra.
Má þar nefna sem dæmi ráðagerðir Snorra goða
í Eyrbyggja sögu eða Njáls á Bergþórshvoli.
Ráð Þrándar orkar því sem næst ómerkilegt
(e. banal) í einfaldleik sínum og er það ef til vill
undarlegt, jafnvel skoplegt, að konungi hafi ekki
sjálfum dottið annað eins í hug. Enn fremur er
blekking fólgin í ráðum Þrándar til konungs.