Mímir - 01.12.2016, Page 21
Klækir og karnival
19
Þrándur bæði stelurfrá mönnum konungs og
blekkir svo konung til þess að færa sér hluta af
bótum sem hann þiggur fyrir hönd manna sinna.
Vissulega verður að stíga varlega til jarðar í þeirri
ályktun að hér sé verið að hæðast að vitsmunum
konungs, enda er Færeyinga saga varðveitt með
konungasögum, en þó er Ijóst að Þrándur hefur
þarna betur gegn konungi.
Af þessu atviki má leiða hugann að annarri frá-
sögn þar sem konungur er blekktur, nefnilega
Sneglu-Halla þætti, sem varðveittur er í Morkin-
skinnu og Flateyjarbók og má telja litlu eldri en
Færeyinga sögu. Þar blekkir Sneglu-Halli konung
til þess að veita sér liðsinni við að fá bætur fyrir
frænda sinn; bætur frá manni sem hafði ekki
einu sinni vegið hann. Konungur sér ekki I gegn-
um ráðagerðir Sneglu-Halla, líkt og Haraldur
Gormsson sá ekki I gegnum ráðagerðir Þrándar
I Götu. Þrándur í Götu og Sneglu-Halli eru
sumpart líkir. Báðir eru þeir vitrir og slægir og láta
engar lífsreglur standa í vegi fyrir ætlunum sínum.
Sneglu-Halli er klækjarefur eins og Þrándur en
hefur þó einnig einkenni fíflsins, eins og Skúli Jón
Magnússon (1996, bls. 56) hefur bent á. En má
heimfæra einkenni flflsins upp á Þránd I Götu?
Skv. alfræðibók Britannica er skilgreining fíflsins
svohljóðandi: „Fool, also called Jester, a comic
entertainer whose madness or imbecility, real
or pretended, made him a source of amuse-
ment and gave him license to abuse and poke
fun at even the most exalted of his patrons."
(Britannica, 2016). Slík lýsing fellur illa að
Þrándi, enda er hann ekki skemmtikraftur þótt
aðgerðir hans kunni að vera skoplegar. Aldrei
er heldur beinlínis hlegið að honum í sögunni.
Samanburður við Sneglu-Halla afhjúpar því
enga eiginleika Þrándar sem kalla mætti fíflslega.