Mímir - 01.12.2016, Page 22
20
Þrándur og
karnivalið
Hins vegar eiga Þrándur og Sneglu-Halli það
sammerkt að báðir snúa þeir viðteknum gildum
miðaldasamfélagsins á haus, þá sér í lagi hvað
varðar konung og kristna trú. Hvort þeir gera það
sem klækjarefir eða fífl skiptir ekki höfuðmáli.
Viðsnúningur viðtekinna gilda hefur verið kenndur
við karnivat. Um karnivalið hefur Mikhael Bakhtin
m.a. fjallað í bók sinni Rabelais and his World.
Karnivalið má í stuttu máli skýra sem ástand er
veitir alþýðu manna tímabundna lausn frá við-
teknum sannleika og viðurkenndu stigveldi þess
samfélags sem þeir hrærast í, sem Bakhtin
færði sérstaklega yfir á samfélag miðalda.
Meðan á karnivalinu stóð voru allir jafnir, háir
sem lágir, og hæðst var óspart að hinu ódauð-
lega og ósnertanlega (Bakhtin, 1984, bls. 10).
í karnivalinu birtust fjölmargar myndir háðs og
skops, í hróplegri andstöðu við hina alvarlegu
og klerklegu menningu miðaldasamfélagsins.
Bakhtin (1984, bls. 5) nefnir helst þrjú atriði
sem lýsa af karnivali. í fyrsta lagi nefnir hann hið
sjónræna, svo sem skrautsýningar ýmiss konar,
þar sem því afskræmda eða Ijóta kann að vera
hampað. í öðru lagi nefnir hann skopstælingar
eða afskræmingar, sem geta verið munnlegar
eða skriflegar og fluttar annaðhvort á latínu eða
þjóðtungum. Hið þriðja er munnsöfnuður, sem
iðulega er af grófari gerðinni í karnivalinu og tekur
m.a. til svívirðinga. Þessi atriði vinna einatt saman
en þurfa þó ekki öll að koma fyrir í frásögnum
sem kenna mætti við karnival.
Hláturer svo annað lykilhugtak karnivalsins.
Bakhtin (1984, bls. 11-12) leggur áherslu á að
hinn karnivalíski hlátur sé hlátur alþýðunnar sem
beinist að öllu og öllum. Enginn er undanskilinn,
ekki síst þátttakendur karnivalsins. Hláturinn er