Mímir - 01.12.2016, Page 23
Klækir og karnival
21
tvíbentur; hann er í senn glaðlegur og háðslegur.
Örðugt væri að segja að Færeyinga saga í heild
sinni væri karnivalísk frásögn. Hlátur sögunnar
er ekki dreginn fram heldur þarf á köflum að leita
að honum, sbr. þá kímni sem fólst í aðgerðum
Þrándar á Haleyri og blekkingu konungs. Jafn-
framt er ómögulegt að segja til um hvort aðgerðir
Þrándar hafi falið í sér einhverja niðurlægingu fyrir
konung. Engin greinileg afhelgun konungdómsins
birtist því I Færeyinga sögu, eins og algengt er
í karnivalinu.
Öðru máli gegnir um kristindóminn. Hér munu
verða færð rök fyrir því að eina vísa Færeyinga
sögu, sem kölluð hefur verið Kredda Þrándar
(Foote, 1984b), feli í sér skopstælingu eða af-
skræmingu og geti þ.a.l. talist vera birtingar-
mynd karnivals. Vísuna kveður Þrándur er Þóra
Sigmundardóttir og Leifur Özurarson fara til
Þrándar að sækja son sinn, Sigmund, sem
Þrándur hafði fóstrað. Þóra spyr Sigmund
hvað Þrándur hafi kennt honum af helgum
fræðum. Sigmundur hefur lært af honum faðir
vorið til nokkurrar hlítar, en Þrándur hefur kennt
honum torkennilega útgáfu af kreddunni, eða
trúarjátningunni:
Gangat ek einn út,
fjórir mér f'ylgja
fimm Guðs englar;
ber ek bæn fyrir mér,
bæn fyrir Kristi;
syng ek sálma sjau,
sjái Guð hluta minn.
(Ólafur Halldórsson, 2006, bls. 1x5)
Þegar Þóra tjáir Þrándi að henni lítist lítt á „credo“
svarar Þrándur: „Því er svá háttat sem þú veizt,
[...], at Kristr átti tólf lærisveina eða fleiri ok kunni