Mímir - 01.12.2016, Page 24
sína kreddu hverr þeira; nú hefi ek mína kreddu,
en þú þá er þú hefir numit, ok eru margar
kreddur, ok er slíkt, [...], eigi á eina lund rétt.“
(Ólafur Halldórsson, 2006, bls. 116).
Hafa verður í huga að áður en Þrándur kveður
þessa vísu hafði Sigmundur Brestisson
fyrr i sögunni þvingað hann til þess að taka
siðaskiptum. Er kergja Þrándar gagnvart kristni
bersýnileg. „Ekki mun ek svíkja mína fornu
vini“ eins og Þrándur segir sjálfur. Faðir vorið
og trúarjátningin (credo) var skyldulærdómur
kristinna manna og grundvallarþekking hverjum
þeim sem fóstra vildi barn; sjálfur grundvöllur
trúarinnar (Foote, 1984b, bls. 193). Kredduna
átti því ekki að hafa í flimtingum. Þeter Foote
(1984b, bls. 194-195) hefur bent á þann mun
sem er á orðinu kreddan og kredda. Kreddan,
með ákveðnum greini, visar til trúarjátningarinnar
eða hinnar latnesku credo, sem var það sem hin
sannkristna Þóra vildi heyra. Kredda Þrándar er
hins vegar vísun í alþýðlega bæn sem kunn var á
Norðurlöndum strax á 1 2. öld, og tónar alþýðlegt
yfirbragð hennar einkar vel við yfirbragð Þrándar
í Götu. í samanburði við sjálfa trúarjátninguna er
kredda Þrándar því ámóta lítilfjörleg og hjallur við
hlið hallar. Hugsast getur því að kredda Þrándar
hafi orkað sem skopstæling í eyrum þeirra sem
búist hafa við trúarjátningunni.
Þó er ekkert beinlínis ókristilegt við vísuna sjálfa
og tæpast væri hægt að tengja hana við e.k.
guðlast. Tilefni er þó til að staldra við varnarorð
Þrándar þar sem hann gerir grein fyrir vísunni.
Þar virðist hann vísa í sögu af því hvernig trúar-
játningin varð til; en talið var að lærisveinar Krists,
tólf talsins, hefðu hvor um sig samið einn hluta
trúarjátningarinnar. Var það að sögn gert til
þess að festa eina rétta trúarjátningu í skorðum