Mímir - 01.12.2016, Page 25
Klækir og karnival
23
(Foote, 1984, bls. 196). Því hriktir í stoðum rétt-
trúnaðarins þegar Þrándur segir enga kreddu
á eina lund rétta. Ummæli Þrándar á þá leið að
Kristur hafi átt tólf lærisveina eða fleiri virðast svo
ekki bera vitni neinni sérlegri kunnáttu í helgum
fræðum, en mögulegt er þó að þetta sé fremur
sagt í háðungarskyni en af vankunnáttu einni
saman. Þrándur virðist vita að lærisveinarnir hafi
verið tólf en bætir svo við að þeir gætu verið fleiri,
og líkt og hver þeirra hafi átt sína kreddu, þá eigi
hann nú sína eigin. Því verður hér haldið fram að
þessi varnarorð feii í sér mikið karnival og skop-
stælingu. Ef til vill er Þrándur með þessum orðum
að setja sig á stall lærisveina Krists, í gáskafullri
kaldhæðni! Þrándur telur kreddu sína ekkert
ómerkilegri eða fjær sannleikanum en kreddur
lærisveinanna, og ef að lærisveinarnir voru fleiri
en tólf þá er fátt því til fyrirstöðu að Þrándur sé
einn þeirra sem ofauknir voru. Þarna snýr Þrándur
viðteknum gildum og sannleik gjörsamlega á
haus og fær í ofanálag að eiga síðasta orðið
í samskiptum þeirra Þóru, eins og til þess að
binda endahnút á brandarann. Karnivalið birtist
þá annars vegar í viðsnúningi gilda og hins vegar
í skriflegri (kredda Þrándar) og munnlegri (varnar-
orð Þrándar) skopstælingu á kristilegum sannleik.
Kímnin verður svo enn broslegri þegar hún er
borin saman við þann trúarljóma sem lýsir af
orðum Ólafs konungs helga er hann skírir Sig-
mund Brestisson: „[...] hefi ek góða ván á at
inn háleiti himnakonungr, skapari allra hluta,
muni þik leiða til kynningar síns háleita nafns
ok heilagrar trúar af mínum fortplum, ok gera
þik mér samfélaga í réttum átrúnaði [...]“ (Ólafur
Halldórsson, 2006, bls. 70). Ef til vill má segja að
skipt sé á milli tveggja sviða í Færeyinga sögu.
Annað sviðið er það sem Sigmundur Brestis-
son og konungur tilheyra, svið sem einkennist