Mímir - 01.12.2016, Page 26
24
Hvatar Þrándar
- ögrun eóa
einræði?
af formfestu miðaldasamféiagsins og klerklegri
hugmyndafræði. Gegnt þessu sviði er karnivalið,
hið karnivalíska svið sem Þrándur í Götu tilheyrir.
Þar getur hann gert og sagt það sem honum
sýnist án þess að skeyta um afleiðingar orða
sinna og gjörða.
Enda þótt Þrándur kunni að leika sér á sviði karni-
valsins þá fer því fjarri að hans hvatar séu einungis
að ögra og storka ríkjandi viðhorfum og vald-
höfum. Þrándur sækist fyrst og fremst eftir völdum.
Eftir morðið á Bresti og Beini má Þrándur heita
einvaldur Færeyja: „Den gamle magtbalance er
styrtet i grus og erstattet af Tronds enevælde."
(Guldager, 1975, bls. 23). Allar aðgerðir hans frá
þeim atburði eru í því skyni að styrkja einveldi hans
(sjá Richard North, 2005). I því samhengi skal
útlistaður atburður sem telja má táknrænan fyrir
grundvallarhugsjón Þrándar og hvata hans.
Frá því er sagt að Ólafur helgi sendi víkinginn Karl
mærska að heimta skatt af Færeyjum, eftir tvær
misheppnaðar tilraunir til þess fyrr í sögunni. Féll
það í skaut Þrándar að heimta skatt um Austurey
og Norðureyjar, en þegar komið var að því að láta
skattinn af hendi gerir Þrándur sér upp veikindi.
Leifi Özurarsyni og Karli mærska tekst þó um síðir
að hafa af Þrándi gott silfur og gengu þeir úr búð
hans til að vega silfrið:
Gengu þeir Leifr þá út olc skammt frá búðinni;
settusk þá niðr og reiddu silfrit. Karl tók
hjálm af hpfði sér ok hellti þar í silfri því er
vegit var. Þeir sá mann ganga hjá sér ok hafði
refði í hendi ok hptt síðan á hpfði, heldu
græna, berfættr, knýtt línbrókum at beini.
Hann setti niðr refðit í vpll ok gekk frá ok
mælti: „Sé þú við, Mæra-Karl, at þér verði eigi
mein at refði mínu.“
(Ólafur Halldórsson, 2006, bls. 102)