Mímir - 01.12.2016, Page 27
Klaekir og karnival
25
Því næst er Mæra-Karl veginn af mönnum Þránd-
ar. Af búnaði mannsins má áætla að maðurinn
með refðið sé Þrándur, sem þurft hefur að snara
sér úr búð sinni í flýti, og er þess vegna berfættur
og klæddur línbrókum. Þeir sem klæddir voru
línbrókum voru venjulega nýstignir úr rekkju
(Ólafur Halldórsson, 1984, bls. 48). Ólafur Hall-
dórsson (1984, bls. 48-49) hefur fjallað um
þennan atburð Færeyinga sögu. Ólafur bendir
á skýr vensl klæðaburðarins (refði í hendi og
höttur á höfði) við Óðin og telur Þránd þarna
hafa verið að villa á sér heimildir. Hekluna grænu
telur hann vera táknmynd Færeyja og refðið e.k.
veldissprota sem konungar báru, sem og bændur
sem töldu sig konungum æðri. Refðið telur hann
enn fremur „tákn bændavaldsins, almúgans
sem konungsmenn allra alda skyldu vara sig á.“
(1984, bls. 49). Hann heldur áfram og lýsir ætlun
höfundar Færeyinga sögu að stinga sögunni
„sem refði í völlinn þar hjá sem staðið var í hring
um þá hugmynd að koma landi hans undir erlent
vald“ (1984, bls. 49).
Túlkun Ólafs á heklunni og refðinu er sannfær-
andi, en því skal þó andmælt hér að Þrándur í
Götu hafi verið n.k. alþýðuhetja eins og Ólafur
virðist gefa í skyn. Nær væri að segja sem svo
að refðið sem Þrándur stingur í jörðina sé tákn-
mynd fyrir vald hans sjálfs en ekki táknmynd
bændavalds og almúgans. Ekkert i Færeyinga
sögu gefur tilefni til þess að álykta að Þrándi hafi
verið sérstaklega annt um íbúa Færeyja og hafi
því þurft að vernda þá frá konungsvaldinu. Þvert
á móti þá segir óðara í öðrum kafla að „Þrándur
seldi á leigu landit I Ggtu mprgum mpnnum ok
tók leigu sem mesta" (Ólafur Halldórsson, 2006,
bls. 5), hann m.ö.o. okraði á leiguliðum sínum.
Konungsvald yfir Færeyjum þýddi einfaldlega
að eiginhagsmunir Þrándar þurftu undan að