Mímir - 01.12.2016, Page 28
26
Lokaorð
láta. Þrándur og konungur stefna greinilega að
sama markmiði, að ná völdum yfir Færeyjum. Það
sem greinir þá að er einungis hugmyndafræði
valdsins, konungur fær umboð sitt frá Drottni en
Þrándur fær umboð sitt frá sjálfum sér og eyja-
skeggjum. Þar sem Þrándur og konungur róa á
sömu miðin er torvelt að áætla hvor þeirra hafi
réttmætara umboð til valds. Ef til vill er við hæfi
að vitna í ummæli W.R Ker því til skýringar:
It is characteristic of the Icelandic sagas
that their dramatic sense always keeps them
from injustice to the bad characters: they
are interested in individual characters more
than in abstract right and wrong. There is
nothing exceptional, then, when the wrong
side, the kingdom of darkness, turns out to
have a right and a virtue of its own; but in
none of the northern books is this reversal
of popular judgment, this dramatic protest
against vulgar canons of morality, more
thorough than in ‘ Fareyinga Saga.’
(Ker, bls. 552)
Af Færeyinga sögu má merkja að Þrándur í Götu
sé hvorki algóður né alillur. Þrándur er valdhafi
og stjórnandi sem leggur sitt af mörkum við að
viðhalda völdum og stjórn, eins og valdhafar allra
alda hafa gert. Farið hefur verið um víðan völl
í ofantöldum efnisgreinum og að því sögðu er
ógerningur að draga saman persónu hans í einni
hnitmiðaðri setningu. Fremur hefur verið reynt að
gera grein fyrir þvl hvað gerir hann að svo heill-
andi og skemmtilegri persónu sem raun ber vitni.
Telur sá sem þetta ritar að hinar skoplegu að-
gerðir hans og tilsvör, sem sum mætti e.t.v. kenna
við karnival, séu þar ekki fyrirferðarminnst.