Mímir - 01.12.2016, Page 41
íslenska í Japan
39
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráð-
herra íslands var skýrt frá því í japönskum fréttum.
Það vakti forvitni fimmta nemandans. Honum
fannst merkilegt að forsætisráðherrann væri kona
og væri auk þess gift konu. Með þessari frétt
jókst áhugi hans á að kynnast nýjum menningar-
heimum en á þessum tímapunkti hafði hann aldrei
komið til útlanda og talaði ekkert erlent tungu-
mál. Sjötti nemandinn nefndi að hann væri mikill
matgæðingur og langaði til að kynna sér íslenska
matargerð og með því íslenska menningu. Átt-
undi nemandinn, stúlka að nafni Marie, sagðist
hafa valið að læra íslensku af því að hana langaði
til að kynnast framandi menningu. „Að mínu mati
er ekki hægt að kynnast landi án þess að skilja
tungumál þess,“ sagði hún. Nemendurnir von-
uðust til að tungumálið myndi gefa þeim dýpri
þekkingu á íslenskri menningu allt frá fornum
menningararfi til poppmenningar samtímans.
Dýrmæt reynsla í fyrstu var sem fæstir hefðu velt því sérstak-
lega fyrir sér hvernig íslenskan gæti nýst þeim.
Yuumi, einn nemandinn, sagðist ekki vita hvort
hún myndi fá tækifæri til að nýta sér íslensku-
kunnáttuna í framtíðinni. „Námið nýtist kannski
ekki beint en það er dýrmæt reynsla fyrir mig.“
Hún bætti síðan við að sér þætti gaman að
brydda upp á samræðum um íslensku. Fólk sýnir
umræðuefninu áhuga. „Þegar ég segi fólki að
ég sé að læra íslensku segir það oftast: „Hvað
er það?“ eða „Hvernig stafróf nota þau?“1 og
einu sinni var ég spurð: „Hvar er það?“. „Vinir
mínir vita ekkert um íslensku og biðja mig því um
að kenna sér einhver orð eins og 'hæ’,“ sagði
hún. Satomi, annar nemandi, var sama sinnis.
Hún efaðist um að hún fengi mörg tækifæri til að
hitta íslendinga í framtíðinni en hana langaði til
að kynna íslensku fyrir þeim sem ekki hafa heyrt
1 í japönsku ritmáli er allt að fjórum stafrófum blandað saman: kanji, sem eru tákn
byggð á merkingu; hiragna, sem byggt er á hljóði og notað fyrir innlend orð; katakana,
sem einnig er byggt á hljóði en notað fyrir orð af erlendum uppruna; og romaji, sem er
bókstafir eins og við bekkium og eru m.a. notaðir fyrir skammstafanir.