Mímir - 01.12.2016, Page 42
um tungumálið. Hún taldi að samferðafólki sínu
myndi þykja áhugavert að íslenska sé skyld ensku
og þýsku.
Við nánari eftirgrennslun kom (Ijós að flesta lang-
aði að heimsækja ísland í framtíðinni og vonuðust
til að geta notað íslenskuna til að eiga samskipti
við heimamenn. Tveir nemendur nefndu að þeir
hefðu sérstakan áhuga á Norðurslóðum, nátt-
úrunni þar og fámennum samfélögum. Annar
þeirra hafði heimsótt Alaska, Finnland og Svíþjóð
og dreymdi um að fara til íslands. Einn dreymdi
um að fara í skiptinám til Islands. Annar nemandi
nefndi að það væri gaman að geta lesið vöru-
merkingar í búðum á ferð sinni um ísland. Nokkrir
nefndu að kunnáttan myndi vonandi nýtast þeim
við lestur íslenskra bóka.
Áhuga sumra nemenda á að læra íslensku má
ef til vill tengja við harða samkeppni á atvinnu-
markaðinum í Japan. Guðrún Helga Halldórs-
dóttir, mastersnemi við Waseda háskóla, bendir
í þessu sambandi á að vegna mikils fólksfjölda í
Japan geti verið sérstaklega mikilvægt að skera
sig úr í atvinnuviðtölum. „Það eru nefnilega allir
eins í þessum viðtölum, jafnvel frá sama skóla, úr
sama námi og síðan eru auðvitað allir klæddir í
eins jakkaföt og dragtir. Þá getur verið mikilvægt
að segja frá einhverju eftirminnilegu". Þar kemur
kunnátta í framandi tungumáli, sem íslensku,
sterkt inn.
Hluti nemendanna hafði áhuga á að nýta ís-
lenskuþekkingu sína með því að tengja hana
öðrum námsgreinum. Akari, sem stundar nám i
fornensku og germönskum fræðum, telur að ís-
lenskan muni nýtast sér vel við að læra fleiri nor-
ræn tungumál. Akane, annar nemandi, tók í sama
streng. Hún nefndi að henni þætti gaman að geta