Mímir - 01.12.2016, Page 73
Hinsegin tónar Tchaikovskys
71
Tchaikovsky I er einn frægasti samkynhneigði
einstaklingurinn í sögu vestrænnar tónlistar.6 Sú
staðreynd segir okkur margt um persónu hans
og líf en einnig mikið um tónlist hans. Þrátt fyrir
mikla velgengni var Tchaikovsky I aldrei sjálfs-
öruggur. Honum þótti eigin tónsmíðar aldrei nógu
góðar, hann þjáðist af miklu þunglyndi og eftir því
sem hann varð frægari varð hann hræddari um að
samkynhneigð hans yrði á allra vitorði. Þrátt fyrir
taugaveiklun og þunglyndi tókst honum að verða
afkastamikið tónskáld. Þvi hefur verið haldið fram
að hann hafi upplifað sig utangátta í samfélaginu
vegna samkynhneigðarinnar og þar af leiðandi hafi
hann leitað mikið inn á við. Úr þessum sáru til-
finningum er talið að bestu verk hans hafi sprottið.7
Árið 1893 lauk Tchaikovsky I við Sjöttu og síðustu
sinfóníu sína en aðeins um tveimur mánuðum síðar
var hann látinn. Mjög skiptar skoðanir eru um orsök
dauðsfallsins en finna má fjölmargar greinar og að
minnsta kosti eina bók sem fjalla um málið.8 Hann
er talinn hafa látist úr kóleru en margir halda því
einnig fram að Tchaikovsky I hafi framið sjálfsmorð.
Hinn raunalegi Adagio lamentoso kafli Sjöttu sin-
fóníunnar hefur til að mynda verið túlkaður sem vís-
bending um yfirvofandi sjálfsmorð hans, eins konar
kveðjubréf. Hefur þá meint sjálfsmorð verið tengt
við kynhneigð tónskáldsins og (kynferðislega) ást
hans á frænda sínum, Vladimir Davidov (Bob),
sem hann tileinkaði Sjöttu sinfóníuna.9 Ósamræmi
í heimildum um fráfall tónskáldsins er svo mikið að
ógerningur er að vita hvað gerðist í raun. í grein
sinni, How Did Tchaikovsky Come to Die, minnir
6 Peraino, Listening to the Sirens, 79.
7 Greenberg. „Tchaikovsky - His Life and Music,“ 1.
8 Sjá t.d. Brown, „How Did Tchaikovsky Corae to Die,“ og Poznansky, Tchaikovsky’s
Last Days.
’Peraino, Listening to the Sii-ens, 80.