Mímir - 01.12.2016, Síða 77
Hinsegin tónar Tchaikovskys
75
tilvísanir í einhvers konar listform en listin er
höfundinum afar hugleikin og það sést vel á
skrifum hennar, en eins og segir í Islenskri bók-
menntasögu þá eru sögur hennar „Ijóðrænar og
oft brotakenndar, mjög táknsæjar og stundum allt
að því abstrakt."13 í Stúlkunni í skóginum ræður
brúðugerðarlistin ríkjum, í Z: ástarsaga er það
Ijóðlistin og í Þögninni ber mest á tónlist - en ekki
má þó gleyma að myndlist hefur einnig nokkuð
að segja í verkinu. Með hliðsjón af bókartitlinum
er merkilegt að Vigdís hafi valið „háværasta" list-
formið fyrir Þögnina. í viðtali við DV segir hún:
Það kemur allt í ljós sem þarf að koma í
ljós ef maður þegir [...] Þagnir skipta öllu.
Þagnir í músík eru mikilvægastar og þögnin
meðan þú ert að skrifa niður það sem ég
segi er eklci síður áhrifamikil. Þagnirnar gefa
sem sagt lífinu aukið vægi og óvænt og oft
undarlegt gildi.'4
Þagnir eru oft mikilvægar enda er tónlist Tchai-
kovskys full af óvæntum og merkingarbærum
þögnum. Samkynhneigð er einnig nátengd þögn,
eða þöggun, og I Þögninni virðist tónlistin um-
hverfast um samkynhneigð aðalpersónanna,
Lindu eldri, Tchaikovskys og Lindu yngri. Langt
er síðan menn fóru að tengja tónlist við samkyn-
hneigð og ná þau tengsl aftur til fornaldar frá
Sírenum Hómers, forngríska skáldinu Saffó og
fram til Marilyns Manson, Hedwig and the Angry
Inch og samkynhneigðra tónskálda samtímans.15
I bókinni Listening to the Sirens eftir tón-
vísindamanninn Judith Peraino segir frá elstu
kenningum um tengsl kynhvatar við tónlist (e.
sexological interest). Karl Heinrich Ulrich, sam-
kynhneigður lögfræðingur, hélt því til að mynda
fram árið 1864 að samkynhneigðir menn gætu
13 Jón Yngvi Jóhannsson, „Sagnagerð eftir 1970,“ 617-18.
‘4ÞHS, „Innlegg til góðmennskunnar," 28. október 2000.
15Peraino, Listening to theSirens, 8.