Mímir - 01.12.2016, Side 78
76
ekki blístrað en aftur á móti væri það eigin-
leiki sem allir gagnkynhneigðir menn byggju
yfir.'6 í sömu bók segir frá skrifum Havelock
Ellis um tengsl tónlistar og viðbragða við
henni í vöðvaminni líkamans. Kenning hans er
sú að þegar eyrað nemi tónlist framkalli hún
ósjálfráð vöðvaviðbrögð, sem þýðir að ákveðin
hljóð heilla manneskju eða ekki á grundvelli
þessara viðbragða. Niðurstaða Ellis var sú að
fæstir karlmenn bregðast sérstaklega við þegar
þeir heyra kvenmannsrödd, það er að segja,
hún heillar þá ekki á kynferðislegan hátt sem
þýðir að hún vekur ekki kynferðislega löngun
til kvenmannsins sem á röddina. Annað var að
segja um kvenfólkið en samkvæmt Ellis hrífast
kvenmenn að karlmannsröddinni og er það
hrifnæmi sem má yfirfæra á tónlist almennt.17
Kynfræðingurinn Magnus Hirschfeld, sem sjálfur
var samkynhneigður, benti á að samkynhneigð
tónskáld væru ekki mörg og að sama skapi væru
ekki mörg kvenkyns tónskáld til. Hans skoðun var
hins vegar sú að stórtónskáld hefðu oft mjög jafnt
vægi karl- og kvenlegra eiginleika. Hann taldi
að þótt tónskáld væru ekki endilega samkyn-
hneigð þá væru þau oftast nær fremur kvenleg
að eðlisfari. Peraino bendir á að þar dragi hann
ályktun sína af hinu rómantíska sjónarhorni þess
efnis að karlkyns snillingar séu í raun tvíkynja,
„blanda hinnar meðfæddu viðkvæmni, innsæi
og kvenlegra tilfinninga við karlmannlega eigin-
leika."18 Jafnframt, segir Peraino, skapar þessi
kenning Hirschfelds líffræðilegan grundvöll fyrir
tengslum tónlistar og samkynhneigðar.
16 Peraino, Listening to the Sirens, 71.
17 „Women, however, show „an actual or latent sucseptibitly to the sexual significance of
the male voice, a sucseptibility which, under the conditions of human civilization, may
be transferred to music generally.“ Peraino, Listening to the Sirens, 73.