Mímir - 01.12.2016, Page 79
Hinsegin tónar Tchaikovskys
77
Það er kannski erfitt að ímynda sér hvernig tón-
list getur verið samkynhneigð en það má horfa til
margra þátta; kynhneigð tónskálds og hverju það
reynir að koma fram með verki sínu, notkun þess
á hljóðfæravali eða tónbilum, textum verksins og
einnig flutningi þess. í áðurnefndri bók Peraino
er minnst á nokkur skáld sem sömdu samkyn-
hneigða tónlist en i verkum þeirra er hægt að
lesa samkynhneigða þrá úr textunum sem liggja
eftir þau. Þau eru til dæmis hin forngríska Saffó
og hin þýska Hildegard von Bingen en jafnframt
frönsku trúbadorarnir sem sungu um ástina.19
Einkenndist tónlist
Tchaikovskys af
samkynhneigð
hans?
Nú má velta því fyrir sér hvers vegna Vigdís valdi
að láta tónlist Tchaikovskys I leika stórt hlutverk í
verkinu en ekki tónlist einhvers annars tónskálds.
Eins og áður sagði virðist tónlistin vera nátengd
samkynhneigð í Þögninni. Tchaikovsky I var sam-
kynhneigður og þó nokkrar kenningar hafa verið
settar fram þess efnis að tónlist hans hafi á sinn
hátt verið samkynhneigð.
Þótt allt annað eigi við í dag þótti tónlist Tchai-
kovskys róttæk á sínum tíma, með orðum Dag-
nýjar Krisjánsdóttur var tónlistin „af sumum talin
tilfinningasöm, „maníerísk" eða tilgerðarleg og
uppskrúfuð, full af ódýrum brögðum og smekk-
leysu."20 Aðeins nokkrum árum eftir fráfall Tchai-
kovskys I lýsti James Huneker þvf yfir að honum
þætti tónlist tónskáldsins sjúkleg og bera vott
um ógnvekjandi (e. alarming) játningar og að
tónsmíðar hans ætti fremur að bera saman við
æsifréttablöð en uppbyggjandi bókmenntir.21
18 „A combination of the innate sensitivity, intuition, and emotion of women with the
virile capacities of men“ Peraino, Listening to the Sirens, 74.
19 Peraino, Listening to the Sirens, 24.
20 Dagný Kristjánsdóttir, Heimur skáldsögunnar, 117.
21 Peraino, Listening to the Sirens, 81.