Mímir - 01.12.2016, Page 82
80
frávik við erfiðleika í lífi Tchaikovskys vegna sam-
kynhneigðar hans. Hann heldur því fram að með
forleiknum að Tempest og Fjórðu sinfóníunni
hrindi Tchaikovsky af stað frásögn um eigin sam-
kynhneigð. Jackson telur að þessi frásögn haldi
áfram í Fimmtu sinfóníunni, forleiknum að Hamlet,
Voyevoda ballöðunni og nái síðan hápunkti í
Sjöttu sinfóníunni. Hann telur að í Fjórðu og
Fimmtu sinfóníunum sé Tchaikovsky sjálfur aðal-
persónan sem reyni að yfirstíga vandann sem
fylgir því að vera samkynhneigður og skrifar
hann: „í þessum sinfóníum fagnar söguhetjan
lausn sinni frá „myrkrinu yfirtil Ijóssins" og notar
til þess moll yfir I dúr [...] aftur á móti er mjög
dregið úr hinum sigri hrósandi hljómi Fjórðu og
Fimmtu sinfóníanna í Voyevoda ballöðunni og
Sjöttu sinfóníunni."27 Samkvæmt Jackson verður
dauðinn eina lausnin á vandamálum Tchaikovskys
í Voeyevoda ballöðunni og Sjöttu sinfóníunni þar
sem andlát söguhetjunnar verður okkur Ijóst af
stefinu sem fer frá myrkri yfir í Ijós og aftur yfir I
myrkrið, eða úr moll í dúr og aftur yfir I moll.28
Hann bendir á að notkun á tónmáli, eins og tón-
skröttum (stækkuð ferund) og minnkuðum þrí-
hljómum eða frávik frá viðteknum tóntegundum
bendi ekki endilega til þess að tónlist sé sam-
kynhneigð, heldur sé samkynhneigður merkinga-
rblær í þessu tónmáli þegar Tchaikovsky notar
það, vegna þess hver hann er. Sú staðreynd að
Tchaikovsky ætlaði að nefna Sjöttu sinfóníuna
„Programme Symphony (No. 6) “ gefur til kynna
að önnur verk hans hafi líka verið hermitónlist.29
27 „In these symphonies the protagonist celebrates his solution through the ‘darkness-to-
light’, minor-to-major paradigm [...] In the Voyevoda Ballad and the Sixth Symphony,
however, the triumphant outcomes of the Fourth and Fifth Symphonies are dramatically
undercut." Jackson, „Aspects of Sexuality and Structure in the Later Symphonies of
Tchaikovsky," 6.
28 Jackson, „Aspects of Sexuality and Structure in the Later Symphonies of
Tchaikovsky,“ 6.
29 Jackson, „Aspects of Sexuality and Structure in the Later Symphonies of Tchaikovslry,“
6. Hermitónlist/prógrammtónlist er tónlist sem hefur það hlutverk að líkja eftir eða
segja frá einhverju í tónum.