Mímir - 01.12.2016, Page 84
82
Ótímabært dauðsfall Tchaikovskys I hafði og
hefur enn áhrif á túlkun verka hans. Eftir að hann
féll frá fóru að heyrast raddir sem héldu því fram
að síðustu þrjár sinfónlur meistarans bæru vitnis-
burð um sjúklegt ástand tónskáldsins.31 Umfjöllun
um Sjöttu sinfóníuna gæti verið efní í heila bók
en hún hefur verið mjög umdeild. Tchaikovsky
var afar stoltur af þessu síðasta verki sínu og
taldi það vera sitt besta en viðtökurnar voru
misjafnar. Aðeins níu dögum eftir frumflutning
verksins var tónskáldið hins vegar látið.32 Adagio
lamentoso kafli Sjöttu, og jafnframt síðustu, sin-
fóníu hans er vægast sagt raunalegur kafli og
hafa sumir gengið svo langt að túlka hann sem
sjálfsmorðsbréf Tchaikovskys I eins og greint var
frá fyrr I þessari ritgerð. Kynhneigð hans, sem
þá þótti sjúkleg, var talin ein af ástæðum sjálfs-
morðsins.33 Tchaikovsky lét það berast út fyrir
frumflutning verksins að mótíf Sjöttu sinfóníunnar
væri byggt á honum sjálfum og að það hefði
sorglegan undirtón. Hann neitaði að láta í Ijós
hvað það merkti en flestum var samt sem áður
Ijóst að mótífið væri nátengt samkynhneigð
hans og ástinni á Vladimir Davidov frænda hans,
sérstaklega í Ijósi þess að hann hafði tileinkað
honum verkið.34
Af undanförnum dæmum má sjá að tónlist Peter
llyich Tchaikovskys er margbrotin. Hún er oft
tregafull og auðvelt er að tengja sorglegan undir-
tón og kraftmikil átök í verkum hans við erfið-
leikana sem hann átti í lífinu, bæði vegna áfalla
og kynhneigðar hans.
31 Peraino, Listening to the Sirens, 80.
32 Jackson, Tchaikovsky, Symphony no 6,1.
33 Peraino, Listening to the Sirens, 80.
34 Jackson, Tchaikovsky, Symphony no 6,1.