Mímir - 01.12.2016, Page 99
Er Newspeak raunveruleg ógn?
97
Newspeak í
nútímanum
dæmis sem hann nefnir í Politics and the English
Language en þar segir hann orðin Jýðræði' og
,frelsi‘ hafa margar mismunandi merkingar í ensku
og sökum þess væru þau oft meðvitað notuð á
óheiðarlegan hátt (Orwell, 1948).
Markmiðið með Newspeak var að þeir sem væru
á annarri skoðun og mótfallnir Flokknum hefðu
ekki orð til þess að tjá mótþróa sinn með. Orðin
voru ekki hugmyndafræðilega hlutlaus. Þau voru
öll sett saman af mikilli vandvirkni, mörg hver voru
skrauthvörf og önnur voru ansi tvíræð (Orwell,
1948). Orwell taldi pólitíska orðræðu samtíma
síns einkennast af skrauthvörfum og eru slík
skrauthvörf því eitt megineinkenni Newspeak.
Ráðuneytin fjögur í 1984\ Ástarráðuneytið (e.
Ministry of Love), Friðarráðuneytið (e. Ministry of
Peace), Gnóttarráðuneytið (e. Ministry of Plentý)
og Sannleiksráðuneytið (e. Ministry of Truth) eru
fullkomin dæmi um skrauthvörf innan Newspeak
(Orwell, 1951). Friðarráðuneytið fæst við stríð,
Sannleiksráðuneytið við lygi, Ástarráðuneytið
við pyntingar og Gnóttarráðuneytið við hungur
(Orwell, 1951, bls. 228) en eins og sjá má eru
nöfn ráðuneytanna og það sem þau fást við í
algerri mótsögn.
Norður-Kórea er sennilega eitt besta dæmið
í nútímasamhengi um vald tungumálsins og
þau áhrif sem Orwell sá fyrir sér að Newspeak
gæti haft. Eftir að siðari heimsstyrjöldinni lauk
boðaði Kim II Sung, þáverandi leiðtogi Norður-
Kóreu, nokkurs konar málhreinsun í landinu.
Hann vildi útrýma aðkomandi áhrifum og halda
kóreskunni eins hreinni og hægt væri. Hann lét
gefa út orðabók með viðeigandi orðum fyrir mál-
hafa og hvernig best væri á kosið að nota þau
(Kim, 1978). Þetta hefur ekki einungis valdið