Mímir - 01.12.2016, Page 114
112
Aðeins um skáld-
skapinn. Mörgljóðin
þín eru persónuleg
og ég hefheyrtþig
tala um að þau spretti
mörg upp frá raun-
verulegri reynslu. Er
þörf þín fyrir að yrkja
persónuleg?
Mér finnst ég sjá
sterka tengingu við
íslenska náttúru í
ljóðunum þínum. Er
það rétt hjá mér?
Ég get ekki sleppt
því að spyrja þig
að þessu. Hver eða
hverjir hafa haft
mest áhrif á þig sem
skáld?
Ég held að þörf allra sem yrkja hljóti að vera
persónuleg. í mínu tilfelli hefur þetta fylgt mér frá
því að ég var lítil, ég hef alltaf skrifað og leikið
mér með tungumálið, það er eitt af aðaláhuga-
málum mínum. Enda er ég alin upp á heimili þar
sem eitt aðalskemmtiefnið er að ráða orðagátur
og skrafla, og eitt aðalumræðuefnið er íslenskt
mál; orð og frasar sem við höfum ekki heyrt
áður, deilur um hvernig eigi að stafsetja hitt og
þetta, hver sé uppruni orða og svo framvegis.
Orðabókin er mest notaða bókin. í æsku minni
hélt ég að allar fjölskyldur væru svona.
Ég er, eins og flestir íslendingar, nátengd nátt-
úrunni. Það er varla hægt að vera öðruvísi, ef
maður hefur alist upp úti á landi að minnsta
kosti. Landið okkar er svo magnað. Ég ólst upp
í harðbýlli sveit, við erum mjög nálægt náttúru-
öflunum þar, og upp á þau komin. Það kennir
manni að bera virðingu fyrir náttúrunni og jörðinni,
en líka að meta það hvað hún er ægifögur.
Svona spurningum er ekki auðsvarað. Af
skáldum er ég hrifnust af þeim sem segja margt
í fáum orðum, eins og t.d. Raymond Carver
sem lýsir hyldýpstu sorg og einsemd á svo lát-
lausan hátt að tilfinningin magnast upp. Ég
hrífst lika af Ijóðum Þorsteins frá Hamri, Snorra
Hjartarsonar og Vilborgar Dagbjartsdóttur því
að þau eru svo falleg. En almest áhrif á mín skrif
höfðu Baldur Hafstað og Þórður Helgason í
Kennaraháskólanum sem kenndu mér að skera
burt allan óþarfa. Það er ráð sem hefur nýst mér
vel í skáldskap, þýðingum og prófarkalestri.