Mímir - 01.12.2016, Page 134
132
í nútímaíslensku er til allmikill fjöldi samræðra
orðapara sem mynduð eru af erlendu og innlendu
orði. í nútímaíslensku virðist notkun þessara
orða vera háð díamesískum og díafasískum
þáttum svokölluðum, sem vísa til miðils og/
eða samhengis boðskipta (sjá um þetta Ara Pál
Kristinsson og Hilmarsson-Dunn 2015).
Með þetta í huga byrjaði ég að velta því fyrir mér
hvort þetta fyrirbæri, þ.e. samspil og samkeppni
innlendra orða og erlendra, hafi einnig átt sér
stað í máli fyrri alda þar sem ekki gætti áhrifa
hreintungustefnu. Svo virðist vera, en fyrirbærið
er af og til nefnt í fræðiritum um íslenska tungu
(sjá t.d. Stefán Karlsson 1990: 41). Það hefur þó
hvergi verið rannsakað til neinnar hlítar.
Ætlun mín er að öðlast dýpri skilning á því
hvernig innlend orð og erlend í áðurnefndum
orðapörum haga sér. Tilgangur rannsóknar
minnar er með öðrum orðum sá að skoða,
mæla og meta fyrirbæri sem síðar tengist fyrst
og fremst íslenskri hreintungustefnu. Rann-
sóknin verður vonandi til þess að við skiljum
betur hvernig forfeður íslendinga notuðu töku-
orð annars vegar og innlend samheiti þeirra
(nýgervinga2) hins vegar. Einnig er markmið
þessarar rannsóknar að kanna hvort orð hefur
verið smíðað til þess að þýða tökuorð eða útrýma
því, og sömuleiðis að athuga hvort tökuorð komi
seinna inn í málið og af hverju þetta gerist.
2 Halldór Halldórsson (1964) notar orðið nýgervingur, og segir merkingu þess rýmri
en þá sem felst í orðinu nýyrði. Ég fæ þetta hugtak Halldórs að láni í grein minni. Til
nýgervinga telur hann ekki einungis nýgerð orð, hvort sem þau eru algjör nýsmíði
eða tökuþýðingar, heldur einnig nýmerkingar. Undir þetta hugtak fellir Halldór bæði
tökumerkingar, þ.e. orð sem hafa fengið nýja merkingu vegna erlendra áhrifa, sem og
frumlegar nýmerkingar.