Mímir - 01.12.2016, Page 135
Af erlendum orðum og innlendum
133
Verkefnislýsing
Þá er komið að því að gefa dálítið yfirlit yfir verk-
efnið sjálft, rannsóknarspurningar sem spurt
verður, efniviðinn sem athugaður var og fleira.
Eins og drepið var á beinist rannsókn mín að
máli fyrri alda, þ.e. forn- og miðíslensku (frá
byrjun ritaldar til siðaskipta). Efniviður hennar
er því ritverk af flestum bókmenntategundum
þess tíma. Völdu verkunum hefur verið skipt í tíu
hópa eftir tegund og þeim raðað eftir tímabili.
Þetta eru trúarlegar bókmenntir, lagatextar og
fornbréf, rit með fræðilegu ívafi, söguleg rit,
biskupasögur og önnur rit af helgisögulegum
toga, íslendingasögur, konungasögur, riddara-
sögur, fornaldarsögur og kveðskapur. í hverjum
hópi eru fjögur til sex verk af mismunandi lengd;
t.d. eru völdu trúarlegu bókmenntaverkin fimm
samtals: íslensk hómilíubók, Elucidarius, Stjórn
(forníslenska); Nýja testamentið I þýðingu Odds
Gottskálkssonar (miðfslenska).
Rannsóknarspurningarnar sem þetta verkefni
vekur eru þrenns konar og snerta tvö fræðasvið,
textafræði annars vegar og orðfræði hins vegar.
Hvað textafræði varðar er ætlun mín sú að kanna
hvort mismunandi textategundir leiði í Ijós mun
á notkun innlendra orða og tökuorða (þegar þau
mynda samheitapör), og sömuleiðis vil ég athuga
hvort mismunandi handrit eins bókmenntaverks
sýni fram á mun í notkun áðurnefndra samheita-
para. Orðfræðilegar spurningar eru meira af
tölfræðilegu tagi; annars vegar verður þar um að
ræða mælingu á notkunartíðni orðaparanna, og
hins vegar mæli ég vægi tökuorða og innlendra
orða sem sjálfstæðra eininga í samheitapörum í
orðaforða forn- og miðíslensku.