Mímir - 01.12.2016, Síða 137
Af erlendum orðum og innlendum
135
Nokkur dæmi Undirbúningsvinnuna fyrir þetta verkefni vann ég
úr mismunandi um eins árs skeið frá því í nóvember árið 2014
textategundum þar til í nóvember árið eftir. Vinnan fólst í því
að lesa mér til um efnið, að byrja dæmasöfnun
og að sjá hvernig hún gengi. Þegar þetta er
ritað hef ég þegar safnað dæmum úr nokkrum
verkum af ólíkum tegundum, en þau eru einnig
frábrugðin að lengd og sýna ólík textafræðileg
einkenni. Fyrirvalinu urðu Islensk hómilíubók og
Transitus Mariæ (trúarlegar bókmenntir), Grágás
(lagatextar) og Egils saga (íslendingasögur).
Textafræðilegur munur þessara texta er í því
fólginn að sumir þeirra eru varðveittir í fleiri en
einni gerð (og í fleiri en einu handriti3) en aðrir
eru aðeins til í einni gerð (og jafnvel varðveittir
í einungis einu handriti), þó að þeir geti engu
að síður átt sér hliðstæður í öðrum verkum,
a.m.k. að hluta til. Islensk hómilíubók er svo-
kallaður codex unicus, þ.e.a.s. hún er ein-
vörðungu varðveitt í einu handriti (Holm. perg.
15 4to), þó að sumir textar ( henni eigi sér
hliðstæður í öðru verki, Norsku hómilíubókinni
(AM 619 4to, sbr. de Leeuw van Weenen 1993:
7—15). Egils saga er hins vegar til ( þremur
gerðum (A, B og C), og eru þær varðveittar í
nokkrum handritum og handritabrotum. Aðal-
handrit þeirra eru: Möðruvallabók (AM 132 fol.,
A-gerð), Wolfenbuttel-bók (9. 10. Aug. 4to,
B-gerð) og Ketilsbækurnar tvær (AM 453 og
462 4to, C-gerð).4 Texti Eglu í hverri gerð er
mismunandi bæði að lengd og orðavali (sbr.
neðar), en textinn sem almennt er prentaður í
útgáfum ætluðum skólafólki og almenningi er í
stórum dráttum tekinn eftir Möðruvallabók en
3 Hér eru einungis talin þau handrit sem eru ekki runnin úr varðveittri skinnbók (sjá
enn fremur Jakob Benediktsson 1987: 252-258). Þessi síðastnefndu eru á latínu kölluð
codices descripti. Einn þáttur textarýni er sá að meta öll handrit sem varðveita ákveðinn
texta og taka síðan einungis mið af þeim handritum sem eru ekki runnin af varðveittu
handriti. Ferli þetta er nefnt latnesku nafni eliminatio codicum descriptorum, en ekki
virðist vera til neitt íslenskt nafn yfir það.
41 Ketilsbókum er varðveittur texti úr eldra handriti með hendi Ketils Jörundssonar, afa
Árna Magnússonar.