Mímir - 01.12.2016, Síða 140
138
orðsins sem þó var stundum ritað með latnesku
styttingunni rúmsins vegna en engu að síður
lesið sem dróttinn.
Um tilurð físl. tærisveinn ríkir óvissa, en það gæti
verið erfðaorð eða nýgervingur myndaður eftir
að discipulus var fengið inn í málið. í þessu til-
viki kemur tvennt til greina: Annaðhvort er orðið
nýyrði sem er formlega ekki tengt latneska orð-
inu, þ.e. það er frumleg myndun, eða það er
tökuþýðing, þar sem latneska orðið hefur verið
sundurgreint sem disci- (< discö ‘að læra') og
-pulus sem var svo túlkað sem ‘sveinn’.8
Um físl. dróttinn er það að segja að hér er um
tökumerkingu að ræða. Orðið er dregið af no.
drótt, sem upprunalega merkti ‘herfylki, fylgdarlið'
en síðar ‘hirð'. Físl. dróttinn merkti þá í öndverðu
‘herforingi' og síðan ‘konungur, höfðingi'. Kristna
merkingin ‘guð, Kristur’ bættist síðar við. Giska
mætti á að nágrannamálin, fornenska og forn-
saxneska, hafi haft áhrif á myndun íslenska
orðsins, en merkingin ‘guð, Kristur' mun hafa
komið fyrir í þeim tungumálum fyrr en í íslensku,
sbr. fe. dryhten og fsax. drohtm (sjá einnig ÍOb:
1 29). Haft skal í huga að þorri trúboða á íslandi
kom frá fornensku og fornsaxnesku málsvæði
og að áhrif málanna sem þeir töluðu eru vel
sýnileg í kristnum orðaforða (sjá einnig Halldór
Halldórsson 1968, 1969 og Tarsi 2016).
Lat. evangelista samsvarar tveimur orðum, goð-
spjallamaðr og goðspjallaskáld. Orðin tvö eru
mismunandi að gerð. Físl. goðspjallamaðr ber
að túlka sem tökuþýðingu á lat. evangelista.
8 Skv. EDL Grls. 172) eru orðsifjar lat. discipulus óljósar. Þess má geta að LEW (bls. 355)
túlkar discipulus sem gerandnafn dregið af sagnorðinu discipiö, sem aftur á móti er
samsett af fsk. dis- og so. capiö ‘að nema’ (-cipiö í samsetningum). E.t.v. ber að tengja
lat. pulus frekar hliðarmynd lat. putus ‘barn, sveinn’, þ.e. pullus < *put-lo- (sbr. EDL,
bls. 502-503). Þannig væri einnig kjarnamerking orðsins discipulus ‘sveinn sem
lærir’—.‘lærisveinn’.