Mímir - 01.12.2016, Page 141
Af erlendum orðum og innlendum
139
Latneska orðið hefur hugsanlega verið túlkað
sem leitt af lat. evangelium ‘guðspjall' (< fgr.
EÚayyéÁiov ‘fagnaðarerindi') með viðskeytinu
-Tsta, sem merkir ‘einhver sem gerir/er tengdur/
fæst við X’, þar sem X er háð merkingu fyrri orð-
liðar. í þessu tilviki var þá þegar í íslensku til orð
yfir lat. evangelium, þ.e. ísl. guðspjall,9 en við-
skeytið hefur verið þýtt sem físl. maðr. Físl. goð-
spjallaskáld sýnir hins vegar aðra hugsun, en það
er frjálsari tökuþýðing en físl. goðspjallamaðr. í
físl. goðspjallaskáld virðist fólgin tilraun til þess
að færa latnesku merkinguna nær forníslenskum
menningarheimi, þar sem guðspjallamönnum
má jafna við hirðskáld. Þess má einnig geta að
samkvæmt ONP er þetta orð einungis til í orða-
forða Islenskrar hómilíubókar.
Úr Grágás Grágás er elsta lögbók íslendinga. Hún er til I
mörgum handritum og handritabrotum. Þeirra
helst eru Konungsbók Grágásar (GKS 1157 fol.)
og Staðarhólsbók (AM 334 fol.).
Hér á eftir verða tvö orðapör tilfærð sem dæmi,
og er textinn eftir GKS 1157 fol. (K):10
messa-guðsþjónusta
[kristinna laga þáttur - prestaþátturj
1,021,16-17
Sá prestr skal syngva messu es byskup vill [...].
[um tíund]
2,205,17-19
Þrestar þurfu ok eigi at tíunda þat fé es þeir eigu
í bókum ok I messu klæðum ok þat allt es þeir
hafa til guðs þjónustu.
9 Físl. guðspjall er tökuorð úr fe. gödspell. Þar sem fornenska orðið er nákvæm
tökuþýðing á fgr. zvayyéXxov, þ.e. fe. göd- = fgr. ei>- ‘góður’ og fe. spell = fgr. aYYÉXtov
‘erindi, tíðindi’, varð fyrri liður forníslenska orðsins fyrir paraetýmólógískri aðlögun að
nafnorðinu guð. Síðari liður þessa orðs, -spjall, hefur hér sömu merkingu og í enska og
gríska orðinu (sbr. t.d. Völuspá, 1 „[...] Viltu að ek, Valföður, vel fyr telja forn spjöll fira,
þau er fremst um man“).