Mímir - 01.12.2016, Page 143
Af erlendum orðum og innlendum
141
að físl. kennimaðr hafi verið smíðað eftir að töku-
orðið var fengið inn í málið. Þetta krefst þó nánari
athugunar, ekki síst vegna þess hversu orðið er
algengt.
Úr Egils sögu Egils saga sýnir afbrigði þekkts fyrirbæris, þess
þegar orðapör koma fram þar sem innlenda orðið
er yfirhugtak erlenda orðsins og virðist vera notað
í anafórískum skilningi, þ.e.a.s. það vísar til þess
sem á undan fer, og er hér átt við erlenda orðið,
sbr. dæmið hér að neðan:11
skjgldr - buklari
77va
Egill hafði vápn sín. Sverð ok kesju ok buklara.12
81 rb
Þórólfr vas svá búinn: hann hafði skjplld víðan ok
þykkvan [...]. Egill hafði hinn sama búnað sem
Þórólfr [...].13
Þar sem skjpldr er germanskt erfðaorð (sbr.
lOb: 851), er buklari tökuorð úr ffr. bouclier(<
lat. (scutum) buccularium), væntanlega um mlþ.
bokelére (sbr. lOb: 91).
Textasamanburður í neðanmálsgreinum 9 og
10 sýnir að M, W og K1 ber ekki saman um
orðalagið. Handritin varðveita mismunandi
lectiones, þ.e. leshætti eða lesbrigði.
Samkvæmt Sigurði Nordal (1933: 106, nmgr.
1) voru buklarar notaðir á Norðurlöndum frá og
með 11. öld. Þetta þýðir að Egill og Þórólfur
hafa naumast getað átt slíkan búnað. Þar að auki
11 Dæmið er gefið skv. texta í Möðruvallabók (M). Sá texti er siðan borinn saman við
önnur meginhandrit Eglu, þ.e. Wolfenbiittel-bók (W) og Ketilsbækur (Ki, K2). Stuðst er
við almennar reglur um útgáfu norrænna miðaldatexta (sjá yfirlit hjá Haugen 2013)
12 sverð ok kesju ok buklara] tW,t ok buklara + hjálm ok skjpld Kl..
13skjgld víðan okþykkvan] skjpld góðan W, hjálm á hpfði Ki; hinn sama búnað] slíkan
búnað W, Kl.