Mímir - 01.12.2016, Page 163
„Það er mín hollust harmabót /
hugann og mál að hræra“
161
í háskólafyrirlestrum sínum um bókmenntir á lær-
dómsöld, sem fluttir voru á þriðja áratugi síðustu
aldar, sagði Sigurður Nordal prófessor:
17. öldin og fyrri hluti hinnar átjándu er það
tímabil í sögu vorri og bókmenntum, sem
minnst er kannað. Það hefur eklci heillað svo
hugi rnanna, að þeir hafi unnið til að brjótast
gegnum þær dyngjur af handritum, sem
heimildir þeirrar sögu hafa að geyma.2
Þessi orð eiga enn við, mörgum áratugum eftir
að þau voru fyrst sett fram. Stór hluti bókmennta
aldanna eftir siðaskipti er lltt þekktur. Þá á ég
ekki einasta við einstök bókmenntaverk, eða
ritsmíðar ákveðinna höfunda, heldur einnig heilu
bókmenntagreinarnar. Sumar þeirra bókmennta-
greina sem algengar voru eftir siðaskiptin, og
af varðveislu í handritum að dæma vinsælar um
langa hríð, eru varla nefndar á nafn I útgefinni
bókmenntasögu þjóðarinnar. Þetta á til dæmis
við um tækifæriskvæði af ýmsum toga, þótt
aðeins sé minnst á erfiljóð í sumum ritum um
íslenska bókmenntasögu. Nauðsynlegt er því að
leggjast í handritagrúsk ef ætlunin er að rannsaka
og skrifa um tækifæriskvæði eins og erfiljóð.
Fletta þarf í gegnum hundruð kvæðahandrita til
að finna kvæði þeirrar tegundar sem sjónum er
beint að, skoða fyrirsagnir og jafnvel lesa heilu
kvæðin, því fyrirsagnir skera ekki alltaf úr um
hvaða bókmenntagrein um ræðir. Það var ekkert
áhlaupaverk að hella sér út í handritamergðina á
handritadeild Landsbókasafns og á Árnastofnun
til að leita uppi kvæði sem ort voru í tilefni af
andláti samtímamanna 1 7. aldar skálda, en á
móti kemur að vegferðin hefur verið ákaflega
lærdómsrík og gefandi, jafnvel skemmtileg. Það
kom mér á óvart hve mörg kvæði af þessu tagi
“Sigurður Nordal, „Lærdómsöld 1630-1750“, bls. 328-329.