Mímir - 01.12.2016, Blaðsíða 164
162
hafa varðveist frá 1 7. öld, en alls eru þau 160, og
eiga sjálfsagt fleiri eftir að koma í Ijós eftir því sem
efnisskráningu á kvæðahandritum fleygir fram.3
í íslenskri bókmenntasögu hefur verið fjallað
um erfiljóð sem mjög einsleita kvæðagrein. Þau
eru sögð „fábreyttir lofstafir um hinn látna án
djúpnæmra tilfinninga", ort I líkræðustíl með
guðrækilegu ívafi, mannlýsingar ópersónu-
legar og byggðar á kristilegum dyggðum.4 Ein
undantekning er þó jafnan nefnd þegar erfiljóð
ber á góma í ritum um íslenskar bókmenntir eftir
siðaskiptin en það eru Ijóð Hallgríms Péturs-
sonar eftir dóttur sína Steinunni, sem lést tæplega
fjögurra ára að aldri. Þau eru sögð persónulegri,
átakanlegri og hjartnæmari en önnur erfiljóð frá
1 7. öld,5 „skýr undantekning", eins og segir á
einum stað.6
Þegar ég fletti kvæðahandritum síðari alda, með
það fyrir augum að finna erfiljóð frá þessum tíma,
kom í Ijós að slík kvæði voru mun fjölbreyttari
að gerð og innihaldi en talið hefur verið og þau
voru ekki alveg eins og lýst er í bókmenntasögu
20. aldar. Hefðbundin erfiljóð frá þessum tíma
eru miklu áhugaverðari en skilgreiningarnar í
bókmenntasögunni gefa til kynna, bæði sem
sögulegar heimildir, sem heimildir um hugarfar,
kvæðagerð þessa tíma og hreinlega sem
bókmenntatextar - en mest kom það mér á
óvart að finna mörg kvæði af svipuðu tagi og
dótturkvæði Hallgríms; þau eru nefnilega ekki
„skýr undantekning". Þetta eru kvæði þar sem
Ijóðmælandi er syrgjandinn í kvæðinu (hér má
3Kvæðin eru varðveitt í að minnsta kosti 164 handritum en skrá yfir þau er í bókinni, bls.
345-407.
4 Sjá: Hannes Pétursson, Bókmenntir, bls. 29; Óskar Halldórsson, Bókmenntir á
lærdómsöld, bls. 26; Heimir Pálsson, Straumar og stefnur, bls. 51; Hugtök og heiti í
bókmenntafræði, bls. 76. Sbr. Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, bls. 22-25.
5 Sjá sömu heimildir.
6Hannes Pétursson, Bókmenntir, bls. 29.