Mímir - 01.12.2016, Page 165
„Það er mín hollust harmabót /
hugann og mál að hræra"
163
vitaskuld ekki rugla saman mælanda Ijóðsins og
skáldinu). Stundum er skáldið þó að yrkja út frá
eigin reynslu en oft yrkir skáldið í orðastað sam-
tímamanna sem syrgja látinn ástvin. Kvæðin eru
engu síður innileg og tilfinningarík en dótturkvæði
Hallgríms. Þau voru þó ekki til á prenti eins og
kvæði hans, en þeir sem skrifuðu íslenska bók-
menntasögu á 20. öld styðjast nær eingöngu við
prentaðar heimildir. Þeir þekkja kvæði Hallgrlms
um dóttur sína en ekki önnur af sama tagi sem
aðeins hafa varðveist í handritum.
Dæmi um mjög áhrifaríkt kvæði, sem hlaðið er
tilfinningum og geðshræringu, er „raunaljóð“ sem
eignað er sr. Stefáni Ólafssyni (1619-1688)
í Vallanesi. Hann orti það í orðastað sr. Eiríks
Ólafssonar (d. 1690), bróður síns, eftir andlát
sonar hins síðarnefnda. Kvæðið hefur varðveist í
tveimur handritum svo kunnugt sé en aldrei verið
prentað utan fyrsta erindið í útgáfu Jóns Þorkels-
sonar á kvæðum Stefáns.7 Það er hér prentað
eftir handritinu JS 138 8vo (bls. 49-53):
Raunaljóð ort um afgang sonar sr. Eiríks
Ólafssonar. Af sr. Stefáni Ólafssyni.8
1
Ó, hvað hál er heimsins vist
hvörjum manni og kvon,
en þó vér höfum á henni lyst,
hverf er og brigðul von.
Eg elskaði, eg kyssti,
eg átti, eg missti
minn allra kærasta son.
7 Stefán Ólafsson, Kvæði II, bls. 348.
8Kvæðið er einnig eignað sr. Stefáni Ólafssyni í handritinu Lbs 182 8vo en orðamunur er
það mikill milli handritanna að ólíklegt er að annað sé skrifað upp eftir hinu.