Mímir - 01.12.2016, Page 166
164
2
Það hvassa sverð og helga brauð9
honum gafst nafn hjá þjóð.
Eg taldi það barnið betra en auð,
þess brennda gulls í sjóð.
Eg lifnaði, eg græddist,
eg fagnaði, mér fæddist
svo fagurt í veröld jóð.
3
Helgri var ausinn hjálparlaug
hann eftir fæðingarstund,
blóð af síns lausnara benjum saug
sem bótin var glæpaund.
Mér ætlaði að skýlast
og undir að hvílast
þeim ununarsamasta lund.
4
Þetta um áratugina tvo,
tál er það ei né hrós,
heppnaðist mér og sat eg svo
sem hjá litfagri rós.
Mig gladdi í skugga,
réð hreyfa og hugga
það hýrlegast augnanna Ijós.
5
Hann elskaði drottin og orðið hans,
öllum sem hlýðirfyrst,
og þá í hættum heimsins dans,
sem höfðu á slíku lyst.
Það atgjörvið skrýddi
og ununin prýddi
þann álitsfegursta kvist.10
9 Hugsanlega Guðbrandur. Hið hvassa sverð stendur þá fyrir brandur en hið helga brauð
Guð. Aðeins er getið tveggja barna sr. Eiríks í íslenzkum æviskrám, Ólafs og Kristínar
(Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár I, bls. 417). Þess ber að geta að oft eru aðeins
upplýsingar um þau börn sem upp komust í heimildum frá þessum tíma.
10 Rifnað hefur bútur úr blaði efst upp við kjöl (bls. 51 og 52) og textinn skerst við það í
5. og 10. erindi. Hér vantar „gjömð“ í 5. línu vísunnar sem hefur rifnað burt. Það er sett
hér inn eftir Lbs 182 8vo, hinu handritinu sem varðveitir kvæðið.