Mímir - 01.12.2016, Page 169
„Það er mín hollust harmabót /
hugann og mál að hræra'1
167
14
Hans hefur viljinn vorðið á mér,
veit hann þann dag og tíð,
hvörjum sem einum að hættust er
til hröpunar lífsins klíð.
Af hörmunum því þagna
og fulltrúandi fagna
að eg finni mitt barn um síð.
15
Á því landi hvört látið rann
og lifandi manna jörð,
sem eigi nálgast kvölin kann
né kvelling dauðans hörð.
En lofstír með hljómi,
dýrð, sigur og sómi
er sunginn af leystri hjörð.
16
En á meðan hér undandregst
mín eftirförin vls,
og í dalnum eymdanna hrekst,
æ mun eg syngja prís,
þér guð, sem mig geymir,
með hljóðsætum seimi
og síðan í paradís.12
Hér er ekki verið að segja ævisögu hins látna
eða lýsa kristilegum dyggðum hans eins og gert
var i líkræðum, heldur að syrgja látinn son. Hinn
látni, líf hans og starf, hjónaband og börn, er
ekki þungamiðja kvæðisins eins og jafnan í erfi-
Ijóðum, heldur sorg og missir þess sem mælir.
Markmið kvæðisins er sátt Ijóðmælanda við hið
óumflýjanlega og sú huggun að hann eigi eftir að
hitta son sinn síðar meir í paradís.
12 ICvæðið er ekki prentað í bókinni Heiður og huggun en það er skráð i skrá yfir erfiljóð,
harmljóð og huggunarkvæði í viðauka (bls. 398-399). - Þetta mun vera fyrsta prentun
þess svo vitað sé.