Mímir - 01.12.2016, Side 171
„Það er mín hollust harmabót /
hugann og mál að hræra“
169
Erfiljóð eru þriðju persónu frásögn þar sem
Ijóðmælandi fræðir almenna lesendur, eða til-
tekinn hóp lesenda kvæðisins, um ætt hins
látna og uppruna, menntun hans og starf,
hjónaband og börn, dyggðir hans, einkum sam-
félagslegar dyggðir og trúrækni. Ártöl koma oft
fyrir í kvæðunum, oftast fæðingarár, giftingar-
ár og dánarár, og sýnir hvaða áfangar í lífinu
þóttu skipta máli. Erfiljóð eru þannig alltaf
bundin ákveðinni manneskju, sem nafngreind
er í kvæðinu sjálfu. Þau eru því rígbundin tilefni
sínu og hafa varla aðra skírskotun en til þess.
Persónuleg sorg birtist sjaldan í erfiljóðum, þótt á
því séu undantekningar, en mjög oft hefjast þau
á hverfulleikamyndum og lýsingum á ömurleika
jarðlífsins í samanburði við sælu himnaríkis. Ást-
vinir hins látna eru oft ávarpaðir undir lok kvæðis
og þeim beðið heilla, gefið kvæðið eða þeir
eru hughreystir með fyrirheiti um að hitta hinn
látna ástvin síðar fyrir friðþægingu Krists. Ekki
ósjaldan lýkur erfiljóðum með bæn fyrir fjölskyldu
hins látna. I hnotskurn má segja að erfiljóð séu
opinber kveðskapur, kvæði ort til minningar um
hina látnu, þeim og fjölskyldum þeirra til heiðurs
og hinum síðarnefndu einnig til huggunar; þau
eru eins konar minnisvarðar um hina látnu og
gera þá að verðugum fyrirmyndum öðrum
til eftirbreytni.
Harmljóð eru aftur á móti ávallt í fyrstu persónu,
þar sem Ijóðmælandi ræðir við almættið, sína
eigin sál eða hinn látna. Hann talar um ástvina-
missi sinn, sorg sína vegna hans og söknuð eftir
ástvininum látna. Hann horfir á hinn látna út frá
sínum hagsmunum og sjónarhorni. Harmljóðin
eru því hvorttveggja í senn leikræn og sjálfmiðuð,
og þau tjá hugarástand og tilfinningar. Sjaldan
er greint frá æviatriðum hins látna og dyggðum
hans eða hennar lýsir Ijóðmælandi aðeins í Ijósi