Mímir - 01.12.2016, Page 172
170
þess hvernig þær snerta Ijóðmælanda og líf hans.
Nafn hins látna kemur sjaldan fyrir í kvæðinu
sjálfu og eru þau af þeim sökum ekki eins bundin
tilefni sínu og ákveðnu viðfangi eins og erfiljóð. Af
þessum sökum, ásamt því að harmljóð er í fyrstu
persónu þar sem Ijóðmælandi og syrgjandi eru
einn og hinn sami, getur hvaða lesandi sem er
sett sig í hans spor, orðið eitt með Ijóðmælanda.
Harmljóðin geta þannig auðveldlega fengið víðari
skírskotun og orðið almannaeign. Þá hefur hvaða
syrgjandi sem er getað notað viðkomandi kvæði í
sínu sorgarferli.
Þriðju kvæðagreinina sem ég tek fyrir í bókinni
kalla ég huggunarkvæði. Þau fjalla um látna sam-
tímamenn skálda rétt eins og erfiljóð og harm-
Ijóð en sjónarhornið er annað og aðferðin við
að koma efninu til skila frábrugðin bæði þeirri
sem notuð er við að yrkja erfiljóð og hinni sem
harmljóðaskáld nota. Ljóðmælandi huggunar-
kvæða er ávallt I stöðu vinar þess eða þeirra
sem syrgja ástvin sinn og hann ávarpar þá með
vinarorðum bæði í upphafi kvæðis og öðru hverju
í kvæðinu. Hann beinir orðum slnum eingöngu
til syrgjandi ástvina og sýnir þeim samúð og
samkennd. Hann fjallar um hinn látna, minnist
á dyggðir hans og líferni, en orðræðan beinist
að ákveðnum syrgjanda eða syrgjendum. Sum
huggunarkvæði hafa hinn látna sem Ijóðmælanda.
Hann beinir þá orðum sínum til eftirlifandi ástvina
á svipaðan hátt og vinur, í þeim tilgangi að hugga
þá.14 Miðað við nútímaorðræðu um andlát og
ástvinamissi má líkja erfiljóðum við hefðbundnar
minningargreinar í dagblöðum eða minningarorð
við jarðarfarir, harmljóðum við sálfræðimeðferð og
huggunarkvæðum við samúðarbréf.
14 Dæmi um slíkt kvæði er huggunarkvæði Þorleifs Magnússonar (d. 1652), sýslumanns
á Hlíðarenda, sem eignað er sr. Jóni Ai'asyni í Vatnsfirði, bróðursyni hans, og prentað í
Heiður og huggun, bls. 279-283.