Mímir - 01.12.2016, Page 173
„Það er mín hollust harmabót /
hugann og mál að hræra“
171
Annað meginmarkmiðið með rannsókninni var
að sýna fram á að kvæði sem ort voru í tilefni af
andláti einstaklinga hafi haft ákveðnu félagslegu
hlutverki að gegna, sem lýtur bæði að skáldunum
sem ortu kvæðin, þeim sem ort var um og þeim
sem kvæðin voru ætluð. Þetta hlutverk hafi enn
fremur tengst félagslegu og menningarlegu
valdakerfi sem birtist bæði í efni kvæðanna og
formi. Aðferðir sem kenndar eru við nýsöguhyggju
(e. new historicism) í bókmenntafræði hentuðu
vel til að rannsaka kvæði af þessu tagi, þar sem
áherslan er ekki á fagurfræðilega greiningu
bókmenntatexta sem einstakra fyrirbæra (e.
artifact), heldur á hugmyndafræðilega greiningu
á samfélagslegri og menningarlegri orðræðu í
textunum (e. discursive practices).15 Ég skoðaði
þess vegna samspil texta og umhverfis; eða
samhengi textans við það samfélag sem hann er
sprottinn úr.
Bókmenning á árnýöld byggðist að stórum hluta
á lærdómi skálda og klassískri menntun sem
þeirfengu í latínuskólum landsins.16Áhrif skáld-
skaparfræðinga síðari alda á bókmenntir og
skilning á bókmenntum voru einnig umtalsverð,17
en þótt skáldin hafi að einhverju leyti stuðst við
reglur sem settar voru fram í klassískum ritum og
skáldskaparfræði samtímans þá gerðu þau það
á sínum forsendum og í samræmi við tíðaranda
og þarfir einstaklinga og þess samfélags sem
þeir lifðu í. Nýjar bókmenntagreinar urðu til og
ný sýn á gamlar tegundir, um leið og skáldin
notuðu aðferðir og hugmyndir úr hefðinni. Þá
er hugmyndaheimur lúterskrar kristni ekki síður
mikilvægur fyrir kvæðagreinarnar.18 Þessir tveir
straumar, klassísk mælskufræði og lútersk
kristni, kristallast í því sem ég kalla annars vegar
15 Montrose, „New Historicism", bls. 392 o.áfr.; Gallagher og Greenblatt, Practicing New
Historicism, bls. 1-19 o.v.
16 Sjá: Heiður og huggun, bls. 41-48 og víðar.
17 Sjá: Heiður og huggun, bls. 52-61, 75-79 og víðar.
l8Sjá: Heiður og huggun, bls. 61-74 °g víðar.