Mímir - 01.12.2016, Page 174
172
minningarhefð, sem tengist virðingu og valdi, og
hins vegar huggunarhefð, sem tengist sálgæslu
lúterskrar kristni. Hvorartveggju eru órjúfanlegur
þáttur í félagslegu hlutverki kvæðagreinanna, en
eitt af markmiðum rannsóknarinnar var að skoða
hvernig þessar hefðir birtast í kvæðunum.
Undirstaða minningarhefðarinnar er sá þáttur
klassískrar mælskufræði sem snýr að tæki-
færisræðum, hvernig beri að lofa eða lasta
menn.19 Það er augljóst af erfiljóðum 1 7. aldar
að retórískar reglur um lofræður hafa haft áhrif á
efnistök innan kvæðagreinarinnar. Gildi heiðurs
og orðstírs, sem kemur einnig úr norrænum forn-
bókmenntum með húmanismanum, gengur í
gegnum minningarþátt erfiljóða eins og rauður
þráður. Aukin áhersla á einstaklinginn í trúar-
kenningum mótmælenda, ábyrgð einstaklingsins
á sjálfum sér gagnvart guði, er einnig áhrifavaldur
á þennan þátt kvæðanna.
Huggunarhefð bókmenntanna hvað varðar
ástvinamissi á annars vegar rætur að rekja til
klassískrar heimspeki (einkum Stóuspekinnar),
þar sem megináhersla er lögð á æðruleysi gagn-
vart dauðanum, og hins vegartil fagnaðarerindis
kristinnar trúar, þar sem mönnum er fyrirheitið
líf eftir dauðann vegna fórnardauða Krists.
Helsta aðferðin til huggunar, sem birtist skýrast
í harmljóðum, er að ræða um sorgir slnar. Harm-
Ijóðaskáld 1 7. aldar þekktu lækningarmátt
samtals, bæði úr huggunarritum en einnig úr
Biblíunni, til dæmis Jobsbók, og er hugmyndin
um að samtal geti aflétt sorg vegna ástvinamissis
bókstaflega orðuð í mörgum harmljóðum. Þau
hefjast gjarnan á því að Ijóðmælandi hefur upp
raust sína og biður um að á sig sé hlustað,
eða segir að sér sé nauðsynlegt að ræða um
sorgir sínar til að yfirvinna þær. Þannig lætur
'9 Sjá: Heiður og huggun, bls. 97-98.